Gripla - 01.01.1984, Blaðsíða 232
228
GRIPLA
arann, og hvernig Jónet37 skutilsveinn konungs aðstoðar hann við að
klæðast herklæðum riddarans (en það getur Parceval ekki hjálparlaust
vegna kunnáttuleysis). Einnig eru nákvæmlega þýddar viðræður þeirra
Artús konungs og Kæa ræðismanns. Engu er sleppt sem máli skiptir,
nema þess er ekki getið að stúlkan sem ávarpar Parceval í salarkynnum
konungs, geri það hlæjandi, en hún hafði ekki hlegið í sex ár. (Sjá vv.
834-1304. Sagan, bls. 529-ll34.)
Þó að lýsingin á kastala Gormans sé ekki alveg hárrétt, þá er mjög
ítarlega greint frá dvöl Parcevals með honum og öllu því sem hann
lærir, hvort sem um er að ræða vopnaburð eða góða siði. (Sjá vv. 1305-
1702. Sagan, bls. 1135-179.)
En þegar kernur að dvöl Parcevals hjá Blankiflúr (vv. 1703-2975,
sagan, bls. 1710—282), er farið að fella niður fleiri Ijóðlínur. í sögunni
er þjappað saman — og á ég þá ekki við að þýðandi segi frá með eigin
orðum í styttra máli, heldur að hann felli brott ljóðlínur: lýsingu á
Fögru borg og eymdinni sem þar ríkir (vegna umsáturs Gingvarus),
lýsingu á útliti Blankiflúr og samtali riddara um að mærin og Parceval
séu eins og sköpuð hvort fyrir annað. Einnig fer lítið fyrir viðleitni
Blankiflúr til að fá Parceval ofan af því að berjast við Clamadius. En
þó vantar ekki nein mikilvæg atriði í þennan hluta sögunnar. Nákvæm-
ust er þýðingin þegar verið er að lýsa fyrstu nótt elskendanna (þriðju
nóttinni er svotil sleppt eins og þýðanda fyndist ekki ástæða til að
endurtaka það efni oftar), þegar verið er að segja frá viðureign Parce-
vals við Clamadius og frá komu Clamadius til hirðar Artús konungs, en
þangað sendir Parceval hann. Þess skal getið að á þessum stað vantar
eitt blað í handrit Parcevals sögu, en þar hefur verið greint frá bardaga
Gingvarus og Parcevals.38
I frásögunni af Parceval og Fiskikónginum lamaða (vv. 2976-3421,
sagan, bls. 283-3110) er dregin saman lýsing á salarkynnum konungs og
á sverðinu sem hann gefur Parceval (eins og áður segir). Frásagan í
þeim hluta sem snýr að graalnum er í sjálfu sér ekki ónákvæm, en víkur
samt frá frumtextanum, því að reynt er að skýra hvað er graal.
‘Því næst gékk inn ein fögr mær ok bar í höndum sér því líkast sem
textus væri; en þeir í völsku máli kalla braull; en vér megum kalla gang-
anda greiða’.39
37 Yvonet (Yvonés).
38 Sjá söguna, bls. 20, nmgr. 1.
39 Sagan, bls. 3015'18.