Gripla - 01.01.1984, Blaðsíða 154
150
GRIPLA
De Gamle havde ellers til deres Sange mange Navne som deels passede sig paa
alle Digte, deels paa nogle især, efter Indholdets Beskaffenhed. En Sang kaldes i
Almindelighed kvœdi, kvida, Dan. qvœde, af kveda at synge, dog forstaae de
Nyere ved kvœdi i Særdeleshed et Slags Balades eller Omqvæds-Viser, forfattede
baade f0r og siden Reformationen. Som de ere af en besynderlig National-Smag,
med deres særegne Toner, læres og synges de gierne af Almuen til uskyldig Tids-
fordriv.
Varðveitt vikivakakvæði skipta mörgum hundruðum, og hefur ein-
ungis hluti þeirra verið gefinn út. Kvæðin einkennast af bragarhætti.
Yrkisefni eru breytileg, og veit ég ekki nema full djúpt sé tekið í árinni,
þegar Vésteinn segir á bls. 44 að meirihluti vikivakakvæða séu ástar-
kvæði af einhverju tagi. E. t. v. er þessi ályktun dregin af prentuðum
söfnum kvæðanna, en þess er að gæta að þar eru kvæðin einmitt valin
til prentunar með hliðsjón af því hvort líklegt sé að þau hafi verið
kveðin í gleði. Þess vegna hafa hlutfallslega mörg ástarkvæði komist á
prent.
Um uppruna vikivakakvæða er margt óljóst. Vikivakinn sem kvæðin
draga nafn af er kunnur í heimildum frá því laust fyrir 1600 og síðar.
Elsta þekkt dæmi um orðið vikivaki er í Crymogæu Arngríms lærða,
sem kom út 1609. í fáeinum kaþólskum helgikvæðum og í kvæðum
skálda sem uppi voru á síðari hluta 16. aldar og um 1600 bregður fyrir
einföldum viðlagsháttum, sem líkjast hinum margbreyttari háttum viki-
vakakvæða, eins og þau birtast um 1600 og á 17. og 18. öld. Þessir
einföldu viðlagshættir hafa einungis viðlag í lok erinda, þar sem viki-
vakakvæði á 17. öld hafa mjög oft tvö viðlög eða fleiri í hverju erindi.
Einnig er aðgætandi að á elstu tímum hafa viðlagskvæðin stundum
engin viðlagserindi í upphafi kvæðis, og stundum eru viðlögin órímuð.
Vésteinn rekur uppruna hins einfaldara viðlagsforms til áhrifa frá
enskum viðlagsskáldskap (carols), sem virðist mjög sennilegt. Þar er
ákaflega sterkur svipur á milli, og ekki er ótrúlegt að íslensk skáld við
lok miðalda og fyrst eftir siðaskipti hafi þekkt til þessara vinsælu ensku
kvæða, sem þá var raunar farið að prenta. Ensku kvæðin eru mörg
trúarlegs eðlis, og það kemur vel heim við varðveitt íslensk kvæði undir
þessum háttum, sem einnig eru mörg trúarljóð. Erlendar fyrirmyndir
vikivakakvæðanna, eins og þau munu vera algengust á 17. og 18. öld,
með tveimur eða fleiri viðlögum í erindi, hefur ekki enn verið bent á.
Vikivakakvæði eru að flestu leyti gjörólík fornkvæðum, og á það við
bæði að því er varðar efni kvæðanna og bragform. Þau eru stuðluð og
vandlega rímuð. Stundum eru þau hlaðin innrími og kenningum og ekki