Gripla - 01.01.1984, Blaðsíða 214
210
GRIPLA
hvönn fyrst fyrir sem lækningajurt í grasaskrám og lækningakverum frá
15. öld.26
Annar Dani, húmanistinn Henrik Smith (um 1495-1563) kemur
mjög við sögu grasalækninga á Norðurlöndum. Hann gaf út nokkur
grasalækningakver og höfðu þau mikil áhrif.27 Smith studdist við þýsk
og latnesk grasa- og lækningakver en bætti við á að giska 250 dönskum
plöntutegundum í flokk lækningajurta.28 Af þeim athugasemdum sem
með fylgja er ljóst að sumar þeirra hefur hann þekkt af eigin reynslu.
Smith telur hvannarseyði vera gott meðal við tannverk.29
Þegar frá er talinn vitnisburður Brynjólfs biskups hér að framan mun
ein elsta íslenska heimildin um lækningamátt jurtarinnar vera í Gand-
reið séra Jóns Daðasonar, samtímamanns Brynjólfs, en þar segir svo:
Angelica, hvpnn, hennar lauf burtfælir flær
(ÍB 35 fol., 83r.22; sbr. JS 81 4to, 47v.24-25).
• í riti Jóns lærða, Um nokkrar grasanáttúrur, er minnst á allmörg grös
og lækningamátt þeirra, m. a. hvönn. Rit þetta er óprentað. Það er
varðveitt í eiginhandarriti Jóns, JS 401 4to, tileinkað Brynjólfi biskupi
Sveinssyni, og Stock. Papp. fol. nr. 64, sem er uppskrift Jóns Eggerts-
sonar. Hún er frábrugðin eiginhandarriti Jóns lærða og verður ekki
skorið úr því með vissu hvort að baki liggur annað rit Jóns lærða eða
umframefnið sé samið af Jóni Eggertssyni.30 Jón lærði telur að hvanna-
rót, bleytt í ediki, sé góð við pestum. í JS 401 4to er ekki minnst á tann-
verk en í Stock. Papp. fol. nr. 64 er svofelld klausa:31
28 S. r„ 159.
27 Fyrsta lækningabók Smiths kom út í Malm0 1536, en grasalækningakver
hans, Een Sk0n. loestig. ny vrtegaardt, var prentað fyrst í Malm0 1546 og kom út
í nokkrum útgáfum. 14 árum eftir dauða Smiths var ritsafn hans gefið út undir
nafninu Henrik Smiths Lœgebog I-VI (Ki0benhaffn 1577). Var hún síðan marg-
sinnis gefin út að hluta eða öll og ljósprentuð var hún í Kaupmannahöfn 1976
með eftirmála eftir Anna-Elisabeth Brade.
28 Sjá Brade, eftirmála við Lœgebog, 19.
29 Lcegebog VI, 54v.
30 Sjá um þetta efni inngang Bjarna Einarssonar að ‘Munnmælasögum 17. ald-
ar’, íslenzk rit síðari alda 6, Ixii-lxvii; Einar G. Pétursson, ‘Rit eignuð Jóni lærða
í Munnmælasögum 17. aldar,’ Afmœlisrit til Steingríms J. Þorsteinssonar (Reykja-
vík 1971), 42-53. Sjá einnig ritgerð sama höfundar, ‘Við ásókn ljúflings’ Mauka-
stella (Reykjavík 1974), 12.
31 í AM 701 b 4to, 17. aldar hdr., er á bls. 27-28 svo talið, að hvannarsafi
hreinsi burt óhreinindi úr holum tönnum.