Gripla - 01.01.1984, Blaðsíða 235
UM PARCEVALS SOGU
231
Blóðið sem sest á hvíta mjöllina og fær Parceval til að hugsa um
Blankiflúr46 kemur ekki úr gæs í sögunni, heldur önd. Má vera að þýð-
anda hafi fundist að orðin jantes (villigæsir) og andir hljómuðu líkt.
Þegar hér er komið sögu, fer þýðandi að nema brott fleiri ljóðlínur
og stærri hluta frásögunnar en hann hefur gert hingað til.
Mjög er þjappað saman lýsingunni á viðskiptum Parcevals við þá
Sigamors, Kæa og Valver (vv. 4213-4602, sagan, bls. 3823-416). Eink-
um eru styttar orðræður manna, t. d. þegar Valver býðst til að fara á
fund Parcevals og koma með hann til hirðar Artús konungs, þegar Val-
ver og Parceval ræðast við og innsigla vináttu sína, eða þegar Artús
konungur rifjar upp með Parceval þeirra fyrstu kynni.
í sögunni er felld niður hin langa lýsing á stúlkunni ljótu sem kemur
til hirðar Artús konungs og einnig hverfur nokkur hluti ræðu hennar
sem vísar til atburða á undan. Þýðandi varðveitir úr henni það sem
honum þykir skipta máli: ásakanir hennar á hendur Parceval og hvatn-
ing hennar til riddaranna. En ekki er vikið orði að ógnum þeim sem
munu stafa af þögn Parcevals, þegar hann lét hjá líða að spyrja um
spjótið og Gangandi greiðann. (Sjá vv. 4603-4748. Sagan, bls. 416"33.)
Parceval hverfur í bili úr sögunni og ævintýri Valvers taka við. Þýð-
andi fellir brott úr fyrra ævintýrinu: Orðaskipti Valvers og bróður hans,
lýsingu á því hvemig menn Saibas byrgja sig inni til að verjast Melian-
der, spurningar kvenna varðandi Valver og mest af tali þeirra um hann,
frásögn af því er yngri dóttir Saibas stelst að heiman til að finna Valver,
næstum allt tal hennar við föður sinn er hún skýrir frá deilu þeirra
systra og lýsinguna á skilnaði hennar og Valvers. Einnig er stytt samtal
hennar við Valver að afloknum bardaganum við Meliander. (Sjá vv.
4749-5655. Sagan, bls. 4134-4921.)
Seinna ævintýri Valvers fær svipaða útreið í sögunni. Ekki er vikið
að því að Jónet, einn af riddurum Artús konungs sé í fylgd með Valver
enda ferðalagi þeirra hvergi lýst. Svo eru eftirtalin atriði dregin saman:
Lýsing á borginni sem Valver er sendur til af hinum fláráða riddara,
sem kemur honum í fang systur sinnar og um leið í hendur óvinunum,
ræða mannsins sem kemur óvænt að Valver og systurinni í faðmlögum,
lýsing á því er þau búast til varnar, eggjunarorð sem þessi sami maður
lætur dynja á borgarbúum, viðbrögð borgarbúa sem hervæðast heldur
óriddaralega og vilja berja á skötuhjúunum. Líka er stytt samtal Val-
46 Sjá vv. 4164-4212. Sagan, bls. 387"”