Gripla - 01.01.1984, Blaðsíða 87
TÓUVERS KLEMUSAR BJARNASONAR
83
litið sé til Maríu guðsmóður sem sveitakonu, sem láti sér annt um fénað
sinn og annarra. Alkunn er sú mynd sem kemur fram í íslenskum þulu-
bænum af Maríu sem mjólkar kúna sína, eða gætir að kúnum á meðan
þær eru í haga: ‘Sankti Máría sjái til kúnna minna’.30 F. Ohrt vitnar í
þýska varnarbæn: ‘Christ sun gieng under thiir, mein frau Maria trat
herfur: Heb uf Christ sun dein hand und versegen mir (das) viech und
das land, dass kein wolf beiss und kein wulp stoss’ o. s. frv.31 í norskum
handritum frá síðari öldum er eftirfarandi bæn (orðamun í útg. sleppt):
For Ulve og Bjprne.
Jomfru Maria gik til Bure
vakte hun op sin velsignede S0n og sagde:
‘Luk til for Ulvetand
og Bjprneram
for Troldkvinder og for alle,
som mine Kreaturer ilde
vil spilde.’
I 3 Navn F. S. og H.aand. Siden Fadervor.32
C. Þá eru særingarorðin, sett fram sem ósk. Þau beinast einvörðungu
gegn úlfi. Tóa er ekki nefnd í sjálfu versinu. Því lýkur með nöfnum
guðdómsins og heilagri signingu. Þau eru á íslensku í gerð Klemusar
Bjarnasonar: ‘í nafni föður og sonar og anda heilags.’ í 186 eru aftur á
móti latnesku orðin ‘In nomine patris et filii et spiritus sancti’ dálítið
brengluð. Við þessa notkun heilagra orða og signingarinnar er trúlega
átt, þar sem talað er í alþingisdómi um brúkun Klemusar á tóuversi yfir
sínum fénaði ‘með stórri vanbrúkun guðs heilaga nafns’. Þá kynnu
dómsmenn einnig að hafa hugsað til Maríu guðsmóður, ef sá skilningur
er réttur að miðhluti versins lúti til hennar.33
30 ísl. þjóðs. Ól. Dav. II 383. — Jón Samsonarson, Þulan um Maríu, Minjar
og menntir. Afmœlisrit helgað Kristjáni Eldjárn, Rvk. 1976, bls. 264-65.
31 F. Ohrt, Da signed Krist, Kh. 1927, bls. 198.
32 Dr. A. Chr. Bang, tilv. rit, bls. 158, nr. 278.
33 Um sumt af því fólki sem kemur við sögu í máli Klemusar má fá nánari
vitneskju í handbókum, svo sem í Islenzkum œviskrám, Lögréttumannatali og eink-
anlega í riti Jóns Guðnasonar, Strandamenn, 1955. Þar kemur fram að Guðrún,
kona Kolbeins Jónssonar á Hrófbergi, var dóttir Arna Einarssonar, sem um tíma
var prestur, en bjó síðan á Ósi í Steingrímsfirði. Dauði Guðrúnar eftir veikindi
veturinn 1688-89 hefur stuðlað að því eða beinlínis orðið til þess að Kolbeinn hóf
málsókn sina.