Gripla - 01.01.1984, Blaðsíða 218
214
GRIPLA
ásamt ofangreindu nafni ýtt undir hugmyndir manna um frjósemi henn-
ar. Upphaflega hefur þó þessi fyrri liður, grað-, einungis höfðað til
vaxtar jurtarinnar.43
Af grasalækningakverum var ljóst að fyrri tíðar menn gerðu ekki
ávallt greinarmun á geitlu og ætihvönn. Eins og fram kom hér fyrr
nefndist geitlan öðru nafni snókahvönn eða snókla, en í Orðabók Jóns
Ólafssonar úr Grunnavík heitir hún snókur og telur hann hana óhæfa
til átu.44 Orðið snókur kemur fyrir í fornu máli og er talið merkja,
‘snute, nesevis, listig person’.45 í nútímamáli merkir það totu sem
gengur út úr öðrum stærri hlut. Steindór Steindórsson frá Hlöðum telur
tvímælalaust að snóksnöfnin vísi til rótar geithvannarinnar.46 Orðið
kemur einnig fyrir í örnefnum; Snóksdalur er alþekkt nafn. Ósagt skal
hér látið hvort sú nafngift lýtur að lögun dalsins eða jarðargróðri. Aftur
á móti er að þessum dal og einum kunnasta íbúa hans, Daða Guð-
mundssyni, vikið í kersknivísu sem eignuð er Jóni Arasyni. Það er engin
tilviljun að þar er notuð mannkenning, þar sem kenniorðið er geit-
hvönn:47
ég fengið tvö dæmi úr Grímsnesi og telur annar heimildarmaðurinn að orðið
merki venjulega hvönn, en hinn að graShvönn hafi verið notað um hvönnina á
haustin, þegar leggurinn var orðinn gildur og stökkur; hann karlkenndi jurtina og
talaði um hann hvönnin(n). Ég þakka Guðrúnu Ásu Grímsdóttur sagnfræðingi
fyrir þessa vitneskju, en hún spurði sveitunga sína í Grímsnesi um þetta orð. Við
fyrirspurn Guðrúnar Kvaran í þættinum íslenskt mál 19.10. 1983 fengust svör af
Suður- og Vesturlandi, en engin af Norður- og Austurlandi. Algengast var að
graðhvönn væri haft um hávaxna hvönn, mittisháa eða hærri. Á Vestfjörðum
þekkist það að orðið væri notað um jurtina þegar hún bar fullþroska fræ og ey-
fellskur heimildarmaður kannaðist einnig við þá merkingu, en hann taldi þó að
graðlivönn væri geitla. A Ströndum var orðið hins vegar haft um bambusstangir
sem rak á fjörur.
43 Sbr. önnur orð um stórvaxin dýr svo sem graðskata, graðýsa.
44 í Orðabók Jóns í seðlasafni Orðabókar Háskólans stendur undir snookr
(snókur): ‘m. dicitur et qvædam species Angelicæ, qvi non est esui aptus.’
45 Sjá IV. bindi orðabókar Fritzners undir snókr.
46 íslensk plöntunöfn, 28.
47 Hér er fyrsta línan prentuð upp eftir Fitjaannál, Annálar 1400-1800 II
(Reykjavík 1927-1932), 61. Fitjaannáll hefur sameiginlega með AM 236 4to les-
háttinn grimmi grönn; sbr. íslands Árbœkur IV (Kaupmannahöfn 1825), 59, en
þar stendur grunn og er það sennilega lestrarvilla. Geitari Geita, Bisk. II, AM 236.
Síðari hluti vísunnar hljóðar svo í Fitjaannál og hjá Espólín: ^þoldu ekki þegnar
vel (rþoldi ekki þjóð gild, AM 236 4ío)/þetta hrópið Dalaglóp/fóru af stað með
fjölda her/ og fengu með sér margan dreng.