Gripla - 01.01.1984, Blaðsíða 224
220
GRIPLA
ljúka kvæðinu. Nokkrir hlutar þess eru því býsna torskildir, en það hafa
menn notfært sér óspart, jafnt forn skáld og fræðimenn nútímans. Hið
óræða gefur ímyndunaraflinu byr.
Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að staldra við og athuga
lítillega um hvað Le Conte du Graal fjallar.
Frásögn kvæðisins, eftir að inngangi lýkur, hefst á náttúrulýsingu.
Það er unaðslegur vormorgunn, yngispiltur, sem ekki er sagt hvað heitir
fyrr en löngu síðar, ríður að heiman að leita uppi sáðmenn móður
sinnar. Hún er ekkja og þau búa í eyðiskógi. Á leiðinni rekst hann á
fimm riddara sem allir eru herklæddir og glampar á vopn þeirra í sól-
inni. Hyggur sveinninn í fyrstu að þar fari englar og spyr fyrirliðann
hvort hann sé Guð. Samtal hans við riddarana er kátbroslegt, því að
piltur er barnalega spurull og fáfróður. í ljós kemur að hann hefur
aldrei heyrt riddara getið, né konungs þess sem gerir riddara, eins og
það er orðað. Þegar hann kemur aftur til móður sinnar vill hann ólmur
fara á fund þessa konungs, og tekst móður hans ekki að letja hann
fararinnar en fær hann þó til að vera þrjá daga um kyrrt meðan hún
býr hann út. Á skilnaðarstundinni gefur hún honum góð ráð og holl og
biður hann meðal annars að sækja kirkju og biðja til Guðs. Sveinninn
spyr þá: hvað er kirkja? Móðir hans útskýrir það en segir honum jafn-
framt píslarsögu Krists. Hann leggur af stað og þegar hann er kominn
steinsnar frá móður sinni lítur hann við og sér að hún liggur við brúar-
sporðinn eins og hún sé dáin. En hann skeytir því engu, slær í klárinn
(og hefur með þessu syndgað gagnvart móður sinni eins og síðar kemur
fram í kvæðinu, vv. 3593-95, 6393-6409).7
Sveinninn kemur að landtjaldi og heldur að það sé kirkja (ekki er
minnst á þennan misskilning hans í Parcevals sögu). Minnugur ráða
móður sinnar um að sækja slík hús vindur hann sér inn í tjaldið en hittir
þar fyrir stúlku. Og enn vill hann vera hlýðinn sonur og kyssir stúlkuna
— nauðuga. Móðir hans hafði sagt að hann mætti kyssa stúlku einn koss
ef stúlkan leyfði. Piltur veit lítið um kirkjur og enn minna um konur.8
Hegðun pilts, þegar hann kemur til hirðar Artús konungs, er líkt og
búast mátti við, spaugileg og ekki beinlínis hofmannleg. Engu að síður
er stúlka ein við hirðina sem segir að hann muni verða besti riddari í
heimi. Og þó að sveinninn kunni ekki að fara með vopn ver hann
heiður Artús konungs og drepur Rauða riddarann, sem hafði móðgað
7 Sjá vv. 69-634. Sagan, bls. 3'-56.
8 Sjá vv. 635-833. Sagan, bls. 57-529.