Gripla - 01.01.1984, Blaðsíða 201
FORNKVÆÐASPJALL
197
Antti Aarne rannsakaði á sínum tíma útbreiðslu þessarar gátu og fann
hana í ótal tilbrigðum um alla Evrópu og víðar. Næstelsta uppskrift,
sem hann hafði heimildir um, var finnsk frá árinu 1783, síðan þýsk frá
1794, en víðar var gátan ekki skrifuð fyrr en á 19. eða 20. öld.8 Eigum
við nú að draga af þessu þá ályktun að gátan sé íslensk og hafi borist
frá íslandi til Finnlands á 18. öld, þaðan til Þýskalands, en ekki til
Danmerkur eða Noregs fyrr en á 19. öld? Svarið liggur í augum uppi.
Önnur spurning, sem verður að spyrja, er um almennar menningar-
sögulegar líkur fyrir að kvæði hafi getað borist með þeim hætti milli
svæða sem líklegastur þykir af öðrum ástæðum. Henni þykist ég hafa
svarað í riti mínu að svo miklu leyti sem þess var þörf.
Þriðja spurningin er síðan um þau rök sem liggi til að telja einstök
kvæði svo og svo miklu eldri en elstu uppskriftir á einhverju svæði. Ég
er öldungis sammála andmælanda mínum um að þar hvílir sönnunar-
skyldan á þeim sem ‘antedaterar’, svo að ég grípi til þess ágæta orðs
sem hann notar svo mikið. Ég er reyndar líka sammála honum um að
margir þeirra, sem fengist hafa við fornkvæðarannsóknir, hafa rækt
þessa skyldu illa. Þó er það ekki eins almennt og hann telur, að mínu
viti, og mér finnst bók mín bera því vitni að ég hafi verið mér meðvit-
aður um þessa skyldu, þótt mig og andmælanda greini á um gildi rök-
semdanna sem ég hef fram að færa.
Fleiri hafa skyldum að gegna en þeir sem setja fram einhverjar niður-
stöður eða tilgátur. Þeir sem hafna niðurstöðum, sem einhver rök eru
færð fyrir, eru skyldir að sýna fram á að rökin séu ógild. Þessa skyldu
virðist mér andmælandi hafa vanrækt. Hann hefur lesið niðurstöður
mínar, og vitaskuld dreg ég ekki í efa að hann hafi líka lesið röksemda-
færslu mína þótt þess sjái lítinn stað í andmælum hans, og honum hefur
fundist þær vera svo fjarstæðukenndar að hann hafnar þeim, eins og
þær leggja sig, án þess að gera sér það ómak að hrekja röksemdirnar í
svo mikið sem einu einasta tilfelli. Mér liggur við að segja að hann
spretti fingrum að niðurstöðunum án þess að virða röksemdirnar viðlits
og skal nú snúa mér að því að finna þessum orðum stað.
Samanburður texta tekur mikið rúm í bók minni og skar ég þó þann
efnivið mikið niður við endanlega samningu ritsins. Þessi textasaman-
burður er uppistaðan í röksemdafærslum mínum fyrir aldri og uppruna
einstakra kvæða. Ég geri grein fyrir þessari aðferð á bls. 29-31 í riti
6 Sjá Antti Aarne, Vergleichende Ratselforschungen (FF Communications, 26-
28, Helsinki 1918-1920).