Gripla - 01.01.1984, Blaðsíða 199
FORNKVÆÐASPJALL
195
Ibsens, og er þetta víst mestallt gamalkunnugt. Sumt af þessu er þó
vissulega danskt og hnekkir ekki orðum andmælanda, en ég get ekki
staðist þá freistingu að líta á nokkur dæmi.
Arið 1567 nefnir Absalon Pederss0n Beyer í Noregslýsingu sinni tvö
kvæði, sem full ástæða er til að ætla að hafi verið þekkt norsk forn-
kvæði á þeim tíma: kvæði um Mindre-Alv i 0resund (TSB C 13), sem
hann tilfærir eina vísu úr, og kvæði um Margrétu af Norðnesi. Kvæði
um Álf er hjá Vedel, og þótt hann muni hafa verið norskur kappi er
best að blanda honum ekki í þetta mál. Um Margréti af Norðnesi er
hins vegar til kvæði skrásett í Færeyjum á 19. öld, og leifar af kvæði um
hana virðast einnig hafa verið til í Noregi um svipað leyti. Um þetta
efni hefur Svale Solheim skrifað merkilega grein (sbr. nmgr. hér bls.
194), og virðist mér hann færa fyrir því sterk rök að um Margréti hafi
verið til norskt kvæði á miðöldum. En þó það hafi verið til, var það
ekki skrifað upp og afsannar því ekki Ibsens-kenninguna. Árið 1612
var skrifað upp á Sunnmæri í Noregi kvæði, sem nefnt hefur verið
“Friarferdi til Gjptland”. Það hefur ekki verið skráð annars staðar.
Kvæðið er á dönsku, en menn hafa talið sig sjá í því norsk málein-
kenni.4 Undir lok 17. aldar var skrifað upp afbrigði, einnig á dönsku, af
kvæði sem þekkt er í yngri norskum uppskriftum undir heitinu “Bendik
og Árolilja”. Meðal uppskrifta á 18. öld mætti nefna kvæðið “Kong
Gaud og ungan Herredag”, sem skrásett var árið 1786.5 Það er einnig
til í síðari norskum uppskriftum. Málið á elstu uppskriftinni er greini-
lega norska þótt áhrif séu sýnileg frá dönsku ritmáli.
Ég hirði ekki að rekja fleiri dæmi, en það er staðreynd að fornkvæði
voru skrifuð upp í Noregi á 17. og 18. öld. Á þessum tíma tíðkaðist
ekki að skrifa á máli alþýðunnar, heldur var danska eina ritmálið.
Þarna liggur vitaskuld skýringin á því hvers vegna fornkvæði voru svo
seint skrifuð upp í Noregi. Danska var ritmál, mál aðals og embættis-
manna, og þau fræði sem alþýða geymdi í minni komust ekki að neinu
marki á bækur, fyrr en lærðir menn tóku að leita að þeim undir áhrif-
4 Brynjulf Alver gaf þennan texta síðast út með rækilegum athugasemdum um
málið og samband við önnur kvæði í Tradisjon, 11, 1981, bls. 61-78. Niðurstaða
hans er: “.. . ei meir detaljert leiting etter parallellar har styrkt Liestpls teori om
at balladen er ei norsk-færpysk kjempevise og at færpysk balladedikting er mest
nærskyld.”
5 Textinn er prentaður í Norske balladar (útg. Ádel Gjpstein Blom og Olav
B0), bls. 228-231.