Gripla - 01.01.1984, Blaðsíða 210
206
GRIPLA
að hvönnin hafi verið ræktuð í Noregi og á íslandi á ofanverðri 13.
öld.7 Hvönn var einnig ræktuð í klausturgörðum.8 I könnun sem Knut
Fægri prófessor gerði í Noregi 1941 og Ove Arbo H0eg styðst við í riti
sínu, Planter og tradisjon, kom það í ljós að í mörgum fylkjum Noregs
kverum, sjá 50. nmgr. á bls. 216. Orðið höfuðhvönn kemur fyrir hjá Eggerti Ólafs-
syni og hyggur Steindór Steindórsson frá Hlöðum að hann hafi haft latneska nafn-
ið archangelica í huga. Sjá um þetta efni Steindór Steindórsson, íslensk plöntu-
nöfn (Reykjavík 1978), 28-29. Steindór telur að fjallhvönn sé ætihvönn, sbr. tilv.
rit, 170.
7 Jónsbók udg. Ólafur Halldórsson (Kþbenhavn 1904), 272. Þessi ákvæði segja
vitaskuld ekkert til um hvort hvannagarðar hafi verið til á íslandi í lok 13. aldar.
I Grágás er hins vegar aðeins minnst á hvanntekju og ef hún er gerð í landi ann-
ars manns, þá er hún færð til 3 marka útlegðar, sbr. Grágás udg. Vilhjálmur Fin-
sen (Kjpbenhavn 1852) Ib, 94; ‘Staðarhólsbók’ (Kjþbenhavn 1879), 508. Eggert
Ólafsson segir að hvannagarðar tíðkist við heimahús á íslandi, einkum í Rangár-
vallasýslu og sé þetta gamall siður og vísar hann til laganna um það efni og á
sennilega við Jónsbók. Sjá Reise igiennem Island (Sorþe 1772), 939-940. Skúli
Magnússon segir í ‘Beskrivelse af Gullbringu og Kjósar sýslur (1785)’, að hvönn
vaxi í görðum á Bessastöðum, í Viðey og Nesi, Reykjavík og Keflavík og víðar,
sjá Bibliotheca Arnamagnœana IV (Kdbenhavn 1944), 34. Þorvaldur Thoroddsen
hefur tínt til margvíslegan fróðleik um hvannagarða á síðari öldum. Hann segir
að þeirra sé oft getið í þulum og talsháttum og nefnir: ‘Alt skal eg gera það sem
mér er bannað, hlaupa bæði austur og vestur til hvanngarðamanna.’ Þá minnist
Þorvaldur á að 1782 hafi danska stjórnin heitið verðlaunum fyrir stærstu hvanna-
garða við sveitabæi og Björn Halldórsson hafi ræktað hvönn í Sauðlauksdal. Á
seinni hluta 19. aldar voru hvannir ræktaðar í nokkrum görðum í Reykjavík og til
er prentaður leiðarvísir um ræktun hvannar, sjá Lýsingu íslands IV (Kaupmanna-
höfn 1922), 89-90, 243-246. Jónas Jónasson frá Hrafnagili segir að hvannagarða
sé getið á suðausturlandi á 18. öld en telur síðar í sama riti að sú ræktun hafi lagst
niður, sjá íslenzka þjóðhœtti (Reykjavík 1934), 41, 95.
8 Olía sú sem er í rótinni er enn í dag notuð í munkavín svo sem Bénédictine
og Chartreuse, sbr. George Usher, A Dictionary of Plants Used by Man (London
1974), 47. Athyglisvert er það sem Ove Arbo H0eg tekur upp eftir heimildar-
mönnum úr eynni Selju: ‘Pá sydsiden av Selje0ya ligger et omráde som kalles
Heimen, en flate rett mot syd, i ly for nordenvind og trekk fra havet, meget lunt.
Vi har ansett det for utvivlsomt at beboerne av klostret, 20-30 min. borte, har
brukt dette stedet til dyrkning av urter som neppe ville trives pá det langt mer
værhárde omráde rundt klosteranlegget. Der vokser bl. a. vill humle, akeleie, og
kvanne.’ Planter og tradisjon (Oslo 1974), 206. Um klausturgarða hér á landi er
því miður ekkert kunnugt og væri ómaksins vert að hyggja að því hvort einhver
kryddgrös vaxa enn á þeim stöðum sem fyrr voru klaustur, ef ræktunartilraunir
Vísa-Gísla hafa ekki spillt fyrir rannsóknum eins og t. d. á Munka-Þverá. Um
aðrar nytjajurtir fornar má fræðast í grein Guðrúnar P. Helgadóttur, ‘Laukagarðr’,
Specvlvm norroenvm (Odense 1981), 171-184.