Gripla - 01.01.1984, Blaðsíða 77
TOUVERS KLEMUSAR BJARNASONAR
73
Til þess legg eg Kolbeirn Ionsson hónd a helga Bök og þad seige eg gude almatt-
ugumm ad minn stadfastur grunur er sa og verid hefur, ad su störkostlega og
öveniulega veike sem mýn saluga ecktakuinna Gudrun Arnadottur vnder lá J firra
vetur og eg J mýnumm frammburde auglýst hefe, sie og verid hafe af galldra til-
stofnann og fiólkyngiss verkann Klemusar Biarnasonar, og einskiss mans annars,
og eg higg mig hann effter Riettu mále sækia, og ad so stófudumm eide sie mier
gud hollur sem eg satt seige gramur ef eg lýg.
Til þess legg eg Jon Biarnason hónd a helga Bök, og þad seige eg gude almattug-
umm, ad þad er og verid hefur mýn fullkomleg og stadfóst higgia, ad sii oveniulega
veike og vitskierdyng sem mýn eckta kuinna Olvf Jons dottur hefur lyda hlotid J
firra vetur, og J firra sumar, sie af galldra vólldumm Klemusar Biarnasonar, so
og eirninn higg eg hann sekann J veikleika mýns barnns, Valgierdar, sem hiin hefur
vnder leigid a næst af lidnumm vetrar týma, og higg eg mig hann effter Riettu mále
sækia, og ad so stófudumm eide, sie mier gud hollur sem eg satt seige gramur ef
eg lyg.
Þessa eiða aflögðu þeir Kolbeinn og Jón samstundis þar á þinginu fyrir
sýslumanni.
Þessu næst lýsa dómsmenn því að sýslumaður bjóði og lögskyldi þá
að dæma í málinu eftir því sem framast verði gert að lögum, og dæma
þeir með fullu dómsályktunaratkvæði að þau eiðvætti sem Klemusi hafi
verið löglega nefnd til meðsönnunar og undanfæris séu skyldug þar á
þinginu að sverja hyggju sína móti honum eða með, til falls eða frelsis,
eða hvort þeir hyggi Klemusi fyrrskrifaðan eiðstaf særan eða ósæran. En
hverja þá sem þetta ekki gera af mótvilja og þverskallast þannig á móti
lögum og rétti dæma dómsmenn eftir fornum og nýjum dómum, al-
þingismanna ályktunum og þar að hnígandi lögmálsgreinum seka fjórum
mörkum við konung í dómrof, og komi vandarhögg eftir markatali þar
sem fé þrýtur. Þá dæma dómsmenn þau tvö eiðvætti Klemusar, Helga
Brynjólfsson og Guðmund Jónsson, sem ekki voru á þingi vegna gildra
forfalla, að þeir afleggi eiða sína fyrir sýslumanni það fyrsta því verði
við komið. Sóru síðan eiðvættin svolátandi eið fyrir sýslumanni:
Til þess legg eg Arnfinnur Jonsson, Arne Arason, Hallur Jonsson, Þordur Þorlaks-
son, Jon Hallsson, Arne Jonsson, Ambiórnn Sigurdsson, Jon Olafsson, Biarne
Halluardsson, Eiölfur Gudlaugsson, hónd a helga Bök og þad seige eg gude al-
mattugumm ad eg higg effter minne samuitsku Klemuse Biarnasine þann eid ösær-
ann vera sem J þennann döm er Jnn færdur, og greindur Klemus Biarnason hefur
sig sialfur til bodid af ad leggia, og helldur higg eg hann sakadann enn saklausann
J þeim galldra verkumm sem hann borinn og vmm Ricktadur verid hefur, og ei