Gripla - 01.01.1984, Blaðsíða 130
126
GRIPLA
fjölda af dæmum og tilvitnunum, en ég vildi forðast slíkt til að lcnda
ekki í of mikilli smámunasemi og lengja ekki mál mitt um of. Urnræðu-
efni mitt hér átti að vera íslenskrar fornsögur, og er nú kominn tími til
að draga fram niðurstöðurnar af því sem ég hef sagt.
Ég nefndi það í byrjun að orðið hefði eins konar þróun. Fyrst hefðu
verið heilagra manna sögur og sagnaritun miðalda sem kirkjan hefði
flutt til íslands og íslendingar síðan sjálfir skrifað upp og líkt eftir á
latínu og svo á tungumáli landsmanna. Af þessurn fyrirmyndum, í tækni-
legri merkingu þess orðs, spruttu fornsögurnar síðan, að því er virðist
nokkuð snemma. En þær fylgdu þó furðulega nákvæmlega, að ég tel,
þeim formgerðaratriðum sem ég hef reynt að draga hér fram. Forn-
sögurnar fjalla einnig um tímann á þann hátt sem áður hefur verið lýst:
þær lýsa ekki rás tímans í samhengi, heldur fjalla einungis um mikilvæg
augnablik, samkvæmt tilgangi frásagnarinnar, og stökkva gjaman yfir
annað þannig að langar eyður myndast og stundum hvarf til baka. Sagt
er frá þróun mála, en auðvelt er að renna grun í hvað gerast muni þegar
í upphafi: kolbíturinn verður hetja, hefndin kemur fram, sú mannraun
sem er hápunktur frásagnarinnar endar með falli eða sigri, góðvilja-
menn grípa inn í gang mála þegar allt er komið í hnút og svo fram-
vegis.
Ekki er lýst staðháttum nema þeir höfði sérstaklega til áheyrenda
eða lesenda — en þá eru lýsingarnar mjög ítarlegar til að þær verði eins
sennilegar og auðið er, og gjarnan fylltar með tilbúnum skýringum á
staðanöfnum. Höfundar hafa hins vegar ekki áhuga á landslaginu í
sjálfu sér, með nokkrum frægum undantekningum þó, eins og Fljóts-
hlíðinni í Njálu og sólskininu á Stiklarstöðum. Og þegar ég segi ‘höfði
sérstaklega til lesenda’, má skilja þau orð í mjög bókstaflegri merkingu
þegar um er að ræða skriðuna Geirvör í Eyrbyggja sögu.
Söguhetjurnar eru fyrst og fremst fulltrúar fyrir stétt sína eða stöðu.
Hvort sem þær eru góðar eða vondar, sterkar eða veikar, er það hlut-
verk þeirra að takast á herðar það sem skilgreinir þær sjálfar, að fást
við þau örlög sem svo mörg yfirnáttúruleg tákn boða þeim: draumar,
spádómar, seiðir, fyrirboðar, ráð spekinga, teikn og stórmerki. Ég ræði
ekki lengur unt það, eins og gert var áður fyrr, hvort rétt sé að telja að
gæfa, gifta, hamingja eða auðna séu það sama og guðleg náð eða forn
hugtök eins og Ananke eða Fortuna. Ég læt mér nægja að benda á að
þessir karlar og konur stjórnast af ákveðnu afli, þau gera sér grein fyrir