Gripla - 01.01.1984, Blaðsíða 75
TÓUVERS KLEMUSAR BJARNASONAR
71
neinslags fordæduskap, og huorke er eg sekur i þessu tilteknu firer sialfs mýns
persönu og ei helldur adra hier tilfeingid, so og er eg ecke sekvr J galldra aburde
Kolbeins Ionssonar, og Jöns Biarnasonar, og alldrej hef eg huorke fir nie seirna
þeirra Eckta kuinnumm mein edur skada giórt med neinslags gólldrumm, fiólkýnge
eda fordædu skap, og alldrej hef eg þess neins samvitande verid firer mýna persönu,
edur anara J nockurnn mata, Og ad so stofudumm eide sie mier gud hollur sem eg
satt seige. gramur ef eg lýg.
Þessu næst kemur fram fyrir dóminn, ‘ad Klemus Biarnason hafe sig
tilbodid J syslumannssins aheirnn og vidurvist ofannskrifadann eid ad
af leggia, og sagdist vilia hann vel sier linda og lýka lata og hefur lofad
hier vid ad standa, og þad med handsólumm vid greindann sýslu mann’.
Var þetta vottfest á heimili sýslumanns í Fagradal 26. sept. 1689, og
skrifuðu undir Þórður Pétursson, Jón Jónsson og Ólafur Markússon,
allir með eigin hendi. Þessu játaði nú Klemus að nýju fyrir dóminum og
staðfesti það með handsali við sýslumann. Dómsmönnum leist eiðstaf-
urinn hreinn og skuggalaus í allan máta, en eiðvættin játuðu að eiðstaf-
urinn hefði verið auglýstur nefndarvættum Klemusar af þeim sem til-
nefndir voru í eiðvætta útvegun. Sýslumaður spurði þingsóknarmenn,
hvort þeir vissu annað um eiðvætti Klemusar en frómt og ærlegt, og var
það ekki, svo mikið sem mönnum í sannleika vitanlegt væri, og ekki
vissu menn heldur eiðvættin í skyldugleika eða mægðum við málsaðila,
svo að þeir kynnu það með sanni að segja. Þá var Klemusi tilsagt af
sýslumanni og dómsmönnum að finna að nefndarvættum sínum, ef hann
það gæti, það sem þeim kynni úr vitni að hrinda í þessu máli, ‘huad
hann ecke J liöse lætur nie þad til finnur sem lóglegt Beuýslegt edur
skiallegt virdest’. Óskaði nú, krafðist og beiddist sýslumaður og dóms-
menn að Klemus legði fram afbatanir og lögvarnir, sem hann kynni að
hafa, ‘huad hann nu firer vorumm Döme ecke auglýser nie J liöse lætur’.
Voru þá þingsóknarmenn spurðir, og sögðust þeir ekki það vita sem
koma kynni Klemusi til gagns og aðstoðar í þessu hans máli. Spurði
sýslumaður og dómsmenn eiðvætti Klemusar, hvort þeir vildu ekki með
góðri samvisku sanna með honum áður innfærðan eið, og neituðu þeir
fyrir dómi. Ályktuðu þá dómsmenn að nefndarvitni Klemusar skyldu
leggja fram orsakir til þess að þeir vildu ekki sanna eiðinn, og lýstu þeir
því þegar í stað skriflega:
Med þuj vær, sem til nefnder erumm af sýslu manninumm Rognvallde Sigmunds-
sine þann eid ad sanna med Klemuse Biarnasine, sem hónumm var til dæmdur a
næst vmm lidnu sumre hier a Hröbergs þýnge þann 4» dag 7bris Anno 1689, huad