Gripla - 01.01.1984, Blaðsíða 85
TÓUVERS KLEMUSAR BJARNASONAR
81
Friis sóknarprestur í Undal í Noregi lýsir því 1599, hvernig úlfurinn
geri smalamanninn klumsa og fjárhundinn, ef hann komi auga á þá fyrr
en þeir sjá hann, svo að hvorki geti smalamaður hrópað né hundur gelt:
Naar Wlffuen seer Hyrden eller Hund som vogte Fæ, fprend de see hannom, daa
fordriffuer hand dennom med sin kalde forgifftige Suem at de bliffue hese, at
Hyrden kand iche raabe oc Hunden iche gi0, oc daa siger mand paa Norsche at
Wlffuen klunset dennom.26
Þetta er skilið svo, að átt sé við eiturblástur úlfsins eða andardrátt, en
einnig kemur fram í lýsingunni forn trú á mátt augnaráðsins, þar sem
miklu skipti hvort dýrið sá manninn fyrst eða maðurinn dýrið.27 Jafn-
framt settu menn traust sitt á mátt styrkra orða, eins og áður var sagt.
Ronald Grambo hefur skrifað grein um norskar varnarbænir gegn úlfi
og birni, og skiptir hann þeim í tvo hópa eftir gerð þeirra. í öðrum eru
bænir sem einkennast einkum af því að gini illdýrisins er læst, og er lyk-
illinn venjulega í höndum Maríu guðsmóður eða Krists sjálfs. Bæði
hafa þau vald yfir þessum dýrum og mátt til að binda þau. Til hins
hópsins telur Grambo sagnabænir af algengri gerð: Helg öfl, Kristur og
María og stundum sankti Pétur eða aðrir helgir menn, eru á ferð, mæta
illdýrinu og binda það eða gera klumsa. Báðar þessar bænagerðir eru af
gömlum stofni og hafa borist á milli landa.28
Lykillinn helgi kemur ekki við sögu í tóuversi Klemusar, og ekki er
það heldur sagnabæn af því tagi sem Grambo lýsir og notaðar voru
gegn úlfi og birni í Noregi. Samt sem áður verður fyrir meðal norskra
uppskrifta bæn sem virðist á einhvern hátt skyld versinu íslenska. Bang
styðst í útgáfu sinni við tvær uppskriftir sem hann telur frá því um 1780
og þriðju uppskriftina sem hann tímasetur um 1800. Aðaltextinn, eins
og Bang hefur gengið frá honum, er þannig:
26 Samlede Skrifter, udg. ... af Dr. Gustav Storm, Kria 1881, bls. 27.
27 Svale Solheim, tilv. rit, bls. 245-46. Fleiri dæmi sem hníga í sömu átt eru
talin upp í Deutsches Wörterbuch von Jacob Grimm und Wilhelm Grimm 14.2,
1960, d. 1247. Sjá einnig Erik Pontoppidan, Fejekost ... oversat og forsynet med
indledning af J0rgen Olrik (Danmarks folkeminder nr. 27), 1923, bls. iv (tilvitnun
í rit frá 1575 eftir Nils Hemmingsen). Einnig Johan J. Törners Samling af widskep-
pelser. Med inledning och anmárkningar utgiven av K. Rob. V. Wikman (Skrifter
utgivna av Kungl. Gustav Adolfs Akademien 15), 1946, bls. 148 og 194, nr. 946.
28 Ronald Grambo, Verneb0nner mot ulv og bj0rn. En motivanalyse, Maal og
minne 1965, bls. 153-60.
Gripla VI — 6