Eimreiðin


Eimreiðin - 01.06.1922, Side 1

Eimreiðin - 01.06.1922, Side 1
eimreiðin Yfir Vatnahjalla og Sprengisand. Ferðasögu þá, sem hér fer á eftir, skrifaði eg fyrir beiðni hins mæta kollega míns og vinar Steingríms Matthíassonar héraðslæknis á Akureyri. Ætlaði hann upphaflega að slást í förina og kanna þessa fáförnu og lítt þektu ' leið, en hindraðist vegna sjúkdóms. Eg varð hinsvegar að leggja alt kapp á að komast á sem stytstum tíma úr Eyjafirði í Arnessýslu og valdi því beinustu og stytstu Ieið, enda var eg ekki nema 2’/2 sólarhring á leiðinni milli bygða, án þess að ofgera hestunum, sem voru þó ekki nema 2 að tölu. 1 Leiðinni — inst úr Eyjafjarðarbotni suður á Sprengisandsveg austan Hofsjökuls — er fyrst greinilega lýst í heild af Daniel Bruun, sem kannaði hana sumarið 1902 að tilhlutun Páls Briems amtmanns og er lýsingin í Geologisk Tidskrift 1902 (bls. 227 "229). Hann fór í sömu förinni yfir Sprengisand til að sjá út vörður og st®ði á sama hátt og hann hafði gert við Kjalveg 1898. Kjalvegur var yarðaður 1899 og Sprengisandur 1903(7), en þessari Ieið hefir enn eng- Inr> sómi verið sýndur enda þótt hún liggi beinast við úr Eyjafirði og ! Pyjafjörð, í og frá Árnes- og Rangárvalla-sýslum. — Fyrir áeggjap Steingríms Matthíassonar héraðslæknis kemur nú lýsing af þessari leið ^yr>r almenningssjónir og fer ekki erindisleysu, ef hún gæti hvatt einhvern ^ fjallfarar eða leiðbeint á þeirri leið, sem farin var og verið hefir ómaklega fáfarin hingað til. Frá Akureyri. Þriðjudagurinn 24. ágúst 1920 rann upp heið- Ur og hreinn, með hressandi sunnanvindi — brakandi þerri. Nú er fagurt á fjöllum uppi — og eg af stað með vini ^num og skólabróður, Steinþóri Guðmundssyni skólastjóra. ^ann hafði með miklum erfiðismunum, en enn þá meiri dugn- Ji, útvegað sér gráa reiðhryssu til að fylgja mér úr garði. þekti hestana mína, duglegir ungir ferðahestar, 6 vetra ao>r, höfðu fengið besta reiðhestauppeldi — en reyndust ^ljiadanfi^ — Mér leist fjörlega á reiðhryssu Steinþórs og áður etl^hann kæmi og sæi hana, sá eg mér leik á borði að skifta 9

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.