Eimreiðin


Eimreiðin - 01.06.1922, Síða 5

Eimreiðin - 01.06.1922, Síða 5
eimreiðin VFIR VATNAH]ALLA OG SPRENGISAND 133 nefndir Eystri Pollar. Var þar gamall áfangastaður á Eyfirð- ingavegi, sem liggur þaðan vestur yfir Jökulsá eystri — vestur á Kjalveg norðan Hofsjökuls. Mátti greinilega sjá þess merki á sléttu holti vestan við haglendið, því að þar taldi eg 18 reiðgötur samliggjandi, sýnilega ónotaðar í marga áratugi. Rjett vestan við holtið rennur ]ökulsá eystri. Að Laugarfelli. Við Eystri Polla eru vegamót. Eyfirðingavegur liggur til vesturs, eins og áður er sagt, en okkar leið — tómar Við Geldingsá. Kofinn „Gráni“ til hægri handar. vegleysur — suðaustur, upp með Jökulsá sjálfri fyrst, en síðar neð austurkvísl hennar. Er nú stefnt á hnúka tvo, sem merktir eru á vegakorii Daniels Bruun’s og nefndir Lauga- alda. En Hjálmar, sem þarna er þaulkunnugur, segir eystri hnúkinn nefndan Laugarfell, en þann vestari Laugarfellshnúk. Er það sennilegra, því að norðvestur undir Laugarfellinu er volg laug og haglendistorfa, grösug en lítil, hallandi móti vestri. Er þarna besti tjaldstaður, enda merktur þannig á kortinu. Eigi höfðum við verið lengur en 2 tíma á leiðinni þangað frá Geldingsá, enda greiðfær vegur — smásteinóttar sandöldur.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.