Eimreiðin


Eimreiðin - 01.06.1922, Side 10

Eimreiðin - 01.06.1922, Side 10
138 YFIR VATNAHJALLA OG SPRENGISAND eimreiðiN Kofatóftirnar eru litlar og ógreinilegar. Þó má sjá að þar hafi verið þrjú samstæð hús. Er þar eflaust mjög fallegt í góðu skygni, með útsýni (um skarðið í melunum) beint yfir í Hofsjökul, og Arnarfell hið mikla blasandi við. En hvers vegna bygði Eyvindur kofann mitt úti í mýrarfeni? Eða var það öðru- vísi þá? — Við komumst að því, að ekki varð skeiðriðið né skjóthlaupið að kofanum fyrir keldum — mýrin einskonar síkis víggirðing um kofann. Hafi Eyvindur hlaupið upp1 svani í sárum, þá var einnig sú björg nærtæk. En hve marg- ar mannhæðir skyldi snjórinn hafa verið ofan á kofamænin- um á veturna? Niður að Sóleyjarhöfða. Hestunum leið nú betur, þótt þe>r hömuðu sig í verinu var þó haglendið alt of freistandi, svo þen- kroppuðu, með afturendann í veðrið. — Á veðrinu var ekkert lát, þvert á móti rigndi aldrei meir en nú. Við tókum nú að blotna til muna undir olíufötunum. Vatnið komst niður með hálsmálinU, þótt barðastórir væru hattarnir til hlífðar. Slíkt steypiregn hefu- Hafstein varla dreymt um á Kaldadal. — Við sáum nú, að Þjórsárkvíslarnar á hægri hönd, urðu altaf stærri og greini' legri, og er við náðum Sóleyjarhöfða, um miðaftansbil, var Þjórsá þar komin saman í tvær geigvænlega stórar og breiðar kvíslar. Átti eflaust rigningin mikinn þátt í því, að hún hafð> hlaupið svo fram. Yfir Þjórsá. Sóleyjarhöfði er lítill ás með góðu haglendi, upp' runalega er hann eyja í Þjórsá. Nú fellur hún öll vestan hans nema í leysingum. Sjást þess merki í farveginum austan höfðans- Vestan í höfðanum eru vörður niður að ánni, og ná þær alveg á bakkann þar sem út í skal leggja. í hólmanum milli kvísl' anna og eins á bakkanum hinumegin eru vörður. — Þjórsa leit enn ófrýnilegar út, er á bakkann var komið. Það þurfh Skaftfelling til að sjá, að ekki væri hún á sund landa á miHun1- Það skyldi nú brátt reyna, því að hinumegin var kofinn " sæluhúsið! fyrir kulda og illviðri og torfærulaus vegur ulla leið til bygða. — Áður en við reyndum ána tók eg alt sem enn var þurt í töskunum, og setti það í ágæta, vatnsheld

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.