Eimreiðin


Eimreiðin - 01.06.1922, Page 13

Eimreiðin - 01.06.1922, Page 13
Eimreiðin YFIR VATNAHJALLA OG SPRENGISAND 141 en skáldum er ekki leyfilegt að reyna að lýsa þeim. — Þarna íór eg í því yndislegasta veðri allan daginn, og útsýnin var íöfrandi. Vegurinn greiður og glöggur, því að auk varðnanna Yoru götuslóðar víðast hvar. Og þó þótti mér hann langur. Eftir kortinu að dæma voru ca. 50 km. frá Bólstað til bæja, en s>ðar komst eg að því, að kofinn liggur 90 km. uppi í óbygðum. Hjálparfoss. Er neðar kom var gil að Þjórsá, þröngur dalur og gljúfur ánni. Það hefst með stórum fossi. Liggur þá leiðin upp á ^alsbrúnina og frá ánni um stund, en nálgast hana aftur þar 5em Tungnaá fellur í hana. Aftur liggur leiðin frá ánni yfir ^áan ás. Á vesturbrún hans er gullfallegt. * Sér þaðan hvernig ^jórsá á síðasta angnabliki, áður en hún fellur norðan Búr- fells, snarbeygir suður og fellur suður austan Búrfells og fer Sl>ður fyrir það, en yfir beygjunni — um skarðið norðan Búr- fells og Skeljafells, — sést skína í hana aftur niður í Þjórsárdal. ^sður skilur ekki þennan krók, sem hún gerir, því að leikur e>nn virðist fyrir hana að brjótast beint niður í Þjórsárdal

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.