Eimreiðin


Eimreiðin - 01.06.1922, Qupperneq 24

Eimreiðin - 01.06.1922, Qupperneq 24
152 HÁKARLAVEIÐIN eimreiðiN verið að sliganum, er lá upp á stjórnpallinn, hvarf alt í einu, án þess að frá honum heyrðist hin minsta stuna. Þórður hafði ekki mist marks, enda hafði hann margan selinn skutlað a yngri árum. — Leggið að, hvæsti Þórður og báturinn skreið að hlið botnvörpungnum. — Svona nú, fljótir upp. Sumir geta varið hásetunum upp' gönguna og nokkrir geta gætt stýrimannsins og vélstjóranna! Komdu með mér Gísli! Og Þórður hentist yfir öldustokkinn. Gísli fylgdi honum fast. Þutu þeir upp á stjórnpallinn og inn í stýrisklefann. Þar var koldimt, og enginn maður virtist vera þar inni. Þeir þreifuðu fyrir sér, en heyrðu nú alt í einu fótatak og þrusk í stiganum, sem lá ofan í skipið. Þeir héldu niðri í sér andanum og biðu. Nú var maðurinn kominn upP og stóð hikandi við uppgönguna. Liðu nú nokkur augnablik, uns lágur smellur heyrðist og albjart varð í klefanum. Þórður og Gísli sáu standa gagnvart sér lítinn mann sköllóttan, feit- an mjög og búlduleitan. Starði hann á þá svefndruknum augunum og togaði annari hendi í bróklinda sér. En alt í einu brá Þórður við hart og stökk á manninn eins og úlfur á lamb. Gísli stóð grafkyr og glotti og gat varla fylgst með því er fram fór. Hann heyrði ólgandi straum ^ erlendum fúkyrðum, er köfnuðu í ógreinilegu snörli. Þórður hélt annari hendinni um háls Englendingnum og starði á hann glottandi. Síðan færði hann sig nær og naer honum. Loks tók hann um úlnliði hans og hélt á honum höndunum. Nú heyrðist fótatak úti á þilfarinu, og innan skams kom Andrés formaður inn í klefann. Hann nam staðar í dyrunum og starði á Englendinginn og Þórð. Loks sagði hann hikandi og eigi laus við ótta: — Við höfum þá alla í gildrunni, bæði fram í og aftur i- — Gott! sagði Þórður, en leit um leið þannig til Andrésar, að hann vissi full vel, að honum væri best að hypja sig- Hann sneri sér því snögglega við og snaraðist út. Englendingurinn gerði nú enga tilraun til að losna, en starði þegjandi á þá á víxl, Þórð og Gísla.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.