Eimreiðin


Eimreiðin - 01.06.1922, Qupperneq 34

Eimreiðin - 01.06.1922, Qupperneq 34
EIMREIÐI!* Hannes stutti. [Eimreiöin hefir að vísu áður birt nokkuð um Hannes stutta, en vi!l samt ekki meina þessarri vel rituðu, litlu grein, að komast fyrir almenn- ingssjónir. Ritstj.j. Þegar haustannir eru búnar, og eg get farið að taka mjer bók í hönd, verður fyrst fyrir mér Eimreiðin. Þar sé eg, meðal annars, grein eftir frú Onnu Thorlacius, um Hannes stutta. Þetta nafn. vekur hjá mér ýmsar hálfgleymdar endur- minningar frá því í æsku minni. Hannes var, svo að segja, heimagangur á heimili foreldra minna. Hann var einn af þessum einkennilegu mönnum, sem uppi voru á fyrri hluta síðastliðinnar aldar; en eftir hana miðja fer þeim smáfækkandi, þeir deyja, og engir koma í þeirra skarð. Og ekki er ólíklegt, að eftir nokkuð mörg ár hér frá þyki fólki undarlegt, að slíkir menn skuli nokkurn tíma hafa verið til, ef þeir verða þá ekki alveg gleymdir. Hannes stutti fjekk viðurnefni sitt af því, að hann var mjög lítill vexti. Þetta ósjálfráða líkamslýti hygg eg að honum hafi sviðið sárt alla æfi, og reynt að bæta úr þessu og breiða yfir það með því að raupa af hreysti sinni og kröftum, og sagði um það hinar ótrúlegustu sögur. ]eg heyrði hann t. d. segja, að einu sinni hefði hann vaðið yfir Húnavatn, þar sem það hefði verið á breidd eins og lítilfjörleg bæjarleið, en eins og yfir breiða á hefði vatnið verið sér langt yfir höfuð, og alla leið hefði leirinn og sandbleytan verið sér ýmist í hnje eða mitt læri. »En fjörið var ekki lítið og kraftarnir að rífa sig þarna áfram«, bætti hann við. Annað skifti sagði hann hina fáránlegustu sögu um viðureign sína við mannýgan bola, sem afi minn hafði átt. »Þegar við vorum búnir að eigast við í fulla þrjá klukkutíma«, sagði Hannes, »þá var komið að okkur. Þá sat eg á þúfu með báða þumalfingurna í augunum á bola, en hann stóð fyrir framan mig, og þá var öll vonska úr honum«. Þetta sagði hann alveg ófeiminn í áheyrn föður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.