Eimreiðin - 01.06.1922, Blaðsíða 42
170
VIÐ LANGELDA
eimreiðiN
lesandanum fjarri en að verða á að hugsa sem svo: Hvílík
ást — hversu mikils virði hlýtur ekki þessi kona að hafa
verið skáldinu! Þess vegna dettur manni ekki eitt augnablik í
hug, að trúa honum eða taka orð hans í alvöru, þegar hann
endar kvæðið á þessa leið:
Síöan grátinn, göngumóður,
gaefu mína eg hvergi finn,
og hjartað shelfist skugga sinn.
Hún er horfin — guð minn góður,
gyðjan, sem á huga minn.
— Mér mundi ekki koma það á óvart, þó að einmitt sú
lína í bókinni, þar sem skáldið er óhepnast, verði öllum
hinum langlífari:
mér fanst eg finna til. (Bls. 52).
Það er alt annað en gaman að því fyrir S. Gr., að hafa slys-
ast á það, að komast þannig að orði í fullri alvöru, og lítil
huggun í því, þó að þessi lína ef til vill verði sígilt gullkorn,
af því að hún felur í sér miklu meira en höf. hennar hefir
órað fyrir. Hér hefir hann ekki einasta dottið ofan á hið
sjálfsagða inotto fyrir fjölda sinna eigin kvæða, heldur líka
óafvitandi kristallað í örfáum orðum einkenni heillar skáld-
skapartegundar og þar með dóminn yfir henni.
Og þessvegna hefi eg gerst svo fjölorður um þessa tegund
ljóða, að S. Gr. á hér síst einn hlut að máli, að eg beim
þessum áfellisdómi mínum til fjölda annara íslenskra skálda,
ekki síst meðal hinna yngri. Megi bókmentir vorar eignast
sem mest af sterkum og djúpum tilfinningakvæðum, af Sonartor-
rekum og Sigrúnarljóðum, en losna við allan þennan vellulega
vælukjóa-kveðskap, þetta falska tilfinningagort, þennan mér "
fanst - eg - fínna - til - skáldskap.
En ef tilfinning S. Gr. oft er of veik til þess að gefa
kvæðum hans gildi, er þá styrkur hans meiri að því er reynir
á hugsunina, greindina, ímyndunaraflið?
Annar höfuðbrestur þessara ljóða er sá, hve flest þeirra
eru illa hugsuð — í alt of mörgum þeirra er yrkisefnið •
þoku fyrir skáldinu. Eg tek til dæmis kvæðið Unni (bls. 15.)
hvorttveggja veit höf. jafnlítið um, konuna sjálfa og æfintýrið.