Eimreiðin - 01.06.1922, Qupperneq 45
eimreiðin
Ljósmyndir.
Linsan.
Eins og áður var á minst er linsan sá hluti Ijósmyndavélarinnar, sem
langmest er undir homið. Ágæt vél að öðru leyti er léleg með lélegri
linsu, en aftur á móti má taka afbragðsmyndir með svo að segja hverju
því verkfæri, sem er búið góðri Iinsu. Þetta ættu menn að hafa hugfast,
Þe9ar þeir velja-sér ljósmyndatæki.
Ljósmyndalinsum má skifta í fiokka, bæði eftir Ijósstyrkleika og öðrum
ei9inleikum. Með ljósstyrkleika er átt við það, hve stórt ljósop linsan
Þ°lir án þess að myndin verði óskýr. Ljósstyrkleikinn er táknaður með
hlutfallinu milli þvermáls stærsta opsins, og brennivíddar linsunnar. T. d.,
stærsta opið er 2 cm. og brennivíddin 16 cm. er ljósstyrkleikinn t/s, sem
Venjulega er skrifað f8. Af þessu sést, að því meiri sem brennivíddin er,
Því stærri verður linsan að vera, ef hún á að hafa sama ljósstyrkleika.
Linsa sem hefir brennivídd 8 cm. þarf ekki að vera nema 1 cm. til þess
gefa sama ljósstyrkleika og hin, sem áður var nefnd, eða f8. En ef
hún er 2 cm. fær hún ljósstyrkleikann f4, sem er um ferfalt meiri.
Það liggur nú í augum uppi, að það er mikill kostur að hafa ljós-
s,erka linsu. Með henni má'oft fá ágætar augnabliksmyndir í lélegri birtu,
^e9ar ekki er til neins að reyna með annarri, sem hefir minni ljóstyrk-
leib. F8 er nokkurnveginn ljósstyrkleiki, en má varla minni vera. Venju-
^e9ar ódýrar kassavélar, sem hafa loku fyrir framan linsuna, hafa ekki
nema fi6>
sem er um ferfalt minni, og því verða flestar augnabliksmyndir
me^ þeim vanlýstar, en það er höfuð ókostur flestra mynda áhugamanna
(amatöra). Linsur með ljósstyrkleika f6,3 eru ágætar til flestrar áhuga-
manna notkunar.