Eimreiðin


Eimreiðin - 01.06.1922, Page 46

Eimreiðin - 01.06.1922, Page 46
174 LJÓSMYNDIR eimreiðin Linsunum er þó best að skifta í flokka eftir öðru en IjósstYrkleikanum, þó að hann komi þar einnig til greina. Það eru ákveðnir eiginleikar, sem ekki verður hjá sneitt, sem þar ráða skiftingunni. 1. Ódýrastar eru þær linsur, sem kalla mætti óskírar linsur. Þær eru einfaldar að sjá og lokan venjulega fyrir framan þær. Með þeim má fá all- góðar myndir ef allar aðstæður eru hentugar, en þó hafa þær ýmsa ókosti. Einn ókosturinn er sá, að þær draga ekki myndina rétt á piötuna, einkum jaðra hennar, heldur verða beinar línur bognar. Ef Ijósopið á lásnum er fyrir aftan Iinsuna bogna línurnar inn, en ef það er fyrir framan bogna þær út um miðjuna. Þó er þetta ekki svo mjög bagalegt, t. d. þegar um landslög er að ræða, þar sem lítið eða ekkert er af beinum línum. Verri er annar ókostur þeirra, en hann er sá, að myndin, sem þær draga er ekki öll í sama fleti, heldur íbjúg, eins og undirskál, og því verður ekki myndin öll skörp á plötunni. Ef Iinsan er t. d. stilt þannig, að miðdep- illinn er skarpur, þá verður myndin því óskarpari, sem nær dregur jöðr- unum. Þegar sllk linsa er föst (t. d. á kassavélum) er hún því still þannig, að myndin er skýrust miðja vegu frá miðdepli að jaðri, því að við það dreifist óskýrleikinn jafnast. Ur þessu má bæta nokkuð með því að hafa Ijósopið sem minst, og yfirleitt er ekki lagt upp að hafa það öllu stærra en sem nemur f 16, en við það verða þessar linsur of ljósveikar. Vmsa fleiri ókosti þeirra mæfti nefna, en plássið leyfir það ekki. 2. Annan flokkinn mætti kalla skírar linsur, og þær eru líka stundum kallaðar réttlínis linsur, af þvi að þær bæta úr þeim galla, að beinar línur verði bognar á myndinni. Er það gert með því að hafa tvær linsur, aðra fyrir framan en hina fyrir aflan ljósopið, og leiðrétta þær þá hvor aðra. Auk þess má með þessum linsum leiðrétta ýmislegt fleira, sem kemur í veg fyrir, að einfaldar linsur geti haft stærra ljósop en f 16, svo að þær má nota með sæmilegum árangri með ljósstyrkleika f8, eða jafn- vel meira. En þær losna ekki við íbjúga myndarflötinn, og það setur þeim þau takmörk, að þær geta ekki gefið skýrar myndir með stóru ljósopi, nema á litlum fleti. 3. Þá eru loks í þriðja flokknum þær linsur, sem kallaðar eru á útl. málum anastigmat, en kalla mæiti á íslensku alskírar, því að með þeiw hafa verið yfirstignir flestir ókostir hinna, og sýnast litlar takmarkanir fyrir þeim, þó að vísu sé ekki hægt að yfirvinna alla ókosti samtímis- Þessar linsur eru tiltölulega ný upp fundnar, en þær ættu allir að reyna að fá sér, sem efni hafa á því og langar til þess að fá skýrar og góðar myndir. En þær eru all dýrar, því að bæði glerið sjálft í þeim, og einnig

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.