Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1923, Blaðsíða 6

Eimreiðin - 01.04.1923, Blaðsíða 6
134 NORSK ÞJÓÐERNISBARÁTTA eimreiðin f meðvitund alls þorra þjóðarinnar — og það, sem verst var, gáfaðasta hluta hennar — hæfði norskan ekki öðrum en mentunarlausum skríl. Allflestir skoðuðu hana sem afskræmda dönsku. Því var auðvitað, að danskan varð fyrst og fremst hátíðamálið og síðan daglegt mál allra þeirra, er mentaðir vildu heita og vitibornir menn. Og engir lögðu sig meira fram að læra hana og tala en gáfaðir og framgjarnir bænd- ur, er vildu komast til vegs og frama. Þó skifti það ef til vill allra mestu, að farið var að gera dönskuna grundvallarmál í barnaskólum, alstaðar þar sem hægt var að fá færa kennara til þess. Og ekki leið á löngu þangað til að hún var þar ein- ráð orðin, jafnvel lengst upp í afdölum. Og svo fær Noregur innlendar bókmentir á dönsku ein- mitt um þessar mundir. Það er nærri því skemtileg kaldhæðni forlaganna, að einmitt Henrik Wergeland verður þar braut- ryðjandinn. En af því, er síðar kemur fram má ráða, að slíkt er fyrir það að eins, að hann hefir þá ekki fengið augun op- in fyrir því, að til var sjálfstætt norskt alþýðumál, og hefir heldur ekki hæfileika til að reisa það sem ritmál. Danskan var hinsvegar ræktað ritmál, sem allir bókhneigðir Norðmenn skildu og fjölmargir töluðu. En vafalaust hefir Wergeland þá þegar fundið sárt til þeirra skáldkjara sinna, er hann kvartaði síðar yfir, að vera af þjóð »með það mál, sem í öll sín lista- ljóð heldur eins og hund í bandi«. — Með Wergeland brýst norski þjóðarandinn fyrst fram í bókmentum frjáls og sterkur, og ef til vill enn óstýrilátari en ella, af því að hann er í mál- fjötrum dönskunnar. Það er því ekki að undra, þótt hann lenti fljótt í hlífðarlausum ófriði við þá landa sína, er betur voru aldir upp í dönskum mentum, þar sem þeir höfðu líka jafn bráðgáfaðan, listfengan og listnæman foringja og johan Sebastian Welhaven. Wergeland var óspart brugðið um skort á »kultur«. Hann var of sterkur og of norskur, til að Se*a sniðið framkomu sína eftir Kristjaníutísku og form sitt í rit- verkum og skáldskap eftir danskri tísku. Þótti jafnvel ekki örgrant um, að málið væri of norskt, of almúgalegt. Víst er um það, að enginn einn maður hefir eins vakið norska þjóð- armeðvitund sem Wergeland. Barátta hans gegn ofríki dönsku menningarinnar varð því ekki árangurslaus. Þjóðin fann a. m-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.