Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1923, Síða 61

Eimreiðin - 01.04.1923, Síða 61
EIMREIÐIN Ritsjá. HEILBRIGÐISSKÝRSLUR 1911 —1920. Samið hefir, eftir shyrslum héraðslækna, landlæknirinn á Islandi. With an english summary 1922. A árunum 1921 og 1922 gegndi Guðmundur prófessor Hannesson Iandlæknisstörfum í bili, og tók hann sér þá fyrir hendur það stórvirki, að gefa út heilbrigðisskýrslur um 10 árin á undan. Birtast þær nú í þessari bók, sem er 200 + 180 —(— CVI, eða alls 486 blaðsíður í stærsta átta blaða broti. Auk þess línurit, er sýnir fólksfjölda, barnkomur og manndauða 1751 —1920. Á eftir formála höfundarins kemur samandregið yfiriit yfir heilbrigðis- ástandið á íslandi 1911 —1920, á ensku. Síðan er I. kafli: Yfirlit yfir heilsufar og heilbrigðismál 1911 1920. Er þessi kafli mjög greinilegur «g skýrt ritaður, og er sá partur bókarinnar, sem aðgengilegastur er al- menningi til lesturs, enda afar margt af honum að læra. Fyrst er stutt- lega minst á árferði á þessum árum. Síðan er um fólksfjölda, barnkomur og manndauða, og fylgir því línurit það, sem áður er nefnt. Er þessi kafli mjög merkilegur, ásamt línuritinu. Sýnir það skýrar en nokkuð annað, hversu hætt þjóðin hefir verið komin, og hve stutt er síðan útséð var um, hvort þessi þjóð ætti að Iifa eða deyja. Vil eg taka hér upp dálítinn kafla um þetta: „Ef miðað er við það, að þjóð, sem lifir við 9Óð kjör og viðunandi landrými, tvöfaldist á 70 árum, þá liggur það í augum uppi, að íslenska þjóðin hefir um langan tíma barist við dauð- ann, og var jafnvel 1780—90 í þann veginn að deyja út. Fólksfjöldalínan á 18. öldinni er eíns og línurit yfir hita dauðveiks sjúklings, og framan af hinni 19. líkt og í Iangvinnum, tvísýnum afturbata. Old eftir öld höfum vér legið fyrir dauðanum, og það er fyrst 1880—90, sem þessari dauð- ans sótt léttir, og þá vonandi til fulls“. Þetta er svo merkilegt, að önnur uppgötvun hefir ekki stærri gerð verið um sögu þjóðarinnar. Þjóðin ný- risin úr sjúkdómi, sem var nærri búinn að leiða hana í gröfina! Og svo vilja sumir halda, að alt sé nú verra en áður var. Þá er III. og IV. kafli um farsóttir, mjög merkilegur og fróðlegur. Er að eins skaði að svo fáir lesa þessar opinberu skýrslur, en vissulega er margt ómerkilegra og ólæsilegra í blöðum og tímaritum, sem alþjóð les, ea þessar lýsingar próf. G. H. — V. kafli er um aðra næma sjúkdóma.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.