Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1923, Síða 20

Eimreiðin - 01.04.1923, Síða 20
148 NORSK ÞJÓÐERNISBARÁTTA eimreiðin trúna á menningarlega framtíð hennar. Þetta trúleysi kemur ljóst fram í svari Welhavens, þegar systursonur hans, Ernst Sars, vildi leiða honum fyrir sjónir, hvernig þungamiðja menn- ingarinnar færðist alt af norður á við: »Hve nær heldur þú, að röðin komi að Spitsbergen?« En mitt í þessu trúleysi safna ýmsir bestu æskumenn Nor- egs sér saman í trú á þjóðina, og meðal þeirra eru t. d. Sars, Björnstjerne Björnson og Vinje. Sars tekur upp kon- ungshugsjón Wergelands, að saga þjóðarinnar, jafnvel gegnum dimmasta myrkrið, sé samfeld þróunarsaga, og hann hygst að vekja trú hennar á sjálfri sér og framtíð sinni með því, að sýna fram á þetta með sagnrituninni. 1857 kemur út fyrsta sveitalífssaga Björnsons, Sigrún á Sunnuhvoli. Sú saga er orð í tíma talað og stórvirki einmitt nú, þegar trúleysið á þjóðina og einkum bændalýðinn var svo mikið meðal mentamannanna. Björnson hafði sett sér það mark og mið með bókinni, að reisa þá trú. Hann vildi með henni sýna fram á, hve mikið var heilbrigt og sterkt í bændalífinu þrátt fyrir alt. Og honum tókst að ná tilgangi sínum. Björnson varð eftirlætisbarn þjóð- arinnar á örstuttum tíma. Hitt var þó meira, að trúin á al- þýðuna og þjóðina í heild hafði aukist og norskum stjórn- málum og andlegu lífi um leið vaxið styrkur. Með vaxandi trú á alþýðuna fékk og mál hennar meiri byr. Líka hafði vaxandi skilningur á því, sem hagkvæmt var, opn- að augu margra fyrir því, hve þjóðinni var ilt að burðast með ritmál, sem var svo fjarri töluðu máli alls þorra hennar. Og því er eðlilegt, að einmitt nú hefur Vinje fyrsta blaðið á lands- máli. »Dölen« kallaði hann það. »Dölen« (Dalverji) var hvorttveggja í senn mjög einkenni- legt blað og stórmerkilegt, eigi að eins vegna þess, að það er fyrsta blaðið á landsmáli, heldur einnig af því, hve mjög það er hold af holdi útgefandans. Vinje ritaði það að mestu sjálfur, hann var engum háður og lagði í blaðið alla sál sína. Þar birti hann merkustu kvæði sín, ferðasögur, háðsgreinar og hniflingar, og þar ritaði hann um stjórnmál og ætíð á sinn sérstaka hátt. »Dölen er lifandi maður en ekki dautt blað«, sagði Vinje sjálfur. Það var alls ekki undarlegt, þótt Vinje gengi undir nafninu »Dölen« manna meðal.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.