Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1923, Blaðsíða 4

Eimreiðin - 01.04.1923, Blaðsíða 4
132 NORSK ÞJÓÐERNISBARÁTTA eimreiðin velli í maí 1814, til að ráða fram úr ógöngunum, sem hún var þá í. Og þeir semja henni stjórnarskrá, sem í raun réttri leggur framtíð hennar í hendur bændastéttarinnar, þjóðlegustu og þóttamestu stéttarinnar. Og þó eru það aðallega embættis- menn, sem vinna verkið. En þessa stefnu tóku þeir bæði til að sýna heiminum, að hér stæði alþjóðarhreyfing að baki. oS af brjóstviti, sem fær stuðning í því, að einmitt nú þarf þjóðm að kalla fram það, sem sjálfstæðast er og sérstakast í eðh hennar. Og vafalaust er það lán norsku þjóðarinnar, að þau verða örlög hennar, að hún kemst í samband við Svía, en fær að halda stjórnárskránni. Hún var því tæpast vaxin að verða sjálfstæð þjóð eftir svo stutta baráttu. Og ef Noregur hefði aftur sameinast Danmörku, hefði hún naumast vaknað hl glöggrar meðvitundar um sjálfa sig svo fljótt sem í samband- inu við Svía, sem hún skoðaði því sem næst fjandþjóð sína- í baráttunni gegn Svíum og sænska konungsvaldinu varð norska þjóðin að standa saman. En í raun réttri var hún tvi- skift, í alnorska bændur og dansk-norskan embættis- °8 borgarlýð. Það voru embættismennirnir, er völdin tóku í sínar hendur, af því að þeir voru vanir að fara með þau, °S bændurnir ■ glöggvuðu sig ekki á því í einum svip, hvað þeir höfðu fengið með stjórnarskránni. En brátt fór embættis- mönnunum að lítast svo á, að þeir hefðu gefið bændunum alt of mikinn rétt og lögðu jafnvel hug á, að fá stjórnar- skránni þannig breytt, að þeim væru trygð stjórnarvöld urn aldur og æfi. 1821 kom sjálfur »faðir stjórnarskrárinnar4 (»Grundlovens Fader«), Chr. M. Falsen, með tillögur stjórnarskrárbreytingar, þar sem farið var fram á, að í löS" þinginu (Lagtinget) fengi enginn bóndi þingsetu, en í óðals- þinginu (Odaltinget) að eins einn bóndi úr hverju fylki. E11 er til kom, þorði enginn að hrófla við stjórnarskránni vegna hræðslu við konungsvaldið, enda lagði konungur sama árið fram frumvarp til breytinga á henni, sem gekk í þá átt, a auka konungsvaldið að svo miklum mun, að öllu þjóðfrelsi gat staðið hætta af. Vegna bændanna var slík breyting heldur vogandi, því að það hafði komið ljóst fram, að margir þeirra litu um öxl til þeirra tíma, er þeir höfðu föðurleS3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.