Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1923, Blaðsíða 34

Eimreiðin - 01.04.1923, Blaðsíða 34
162 NORSK ÞJÓÐERNISBARÁTTA EIMREIÐIN legu mynd í beygingum og byggingu. Sérhvert hljóð eða beyS' ing, sem féll niður, var hiklaust dæmt tap fyrir málið. ÞanmS var það skoðuð afturför, að Norðurlandamálin héldu ekki lengur fjórum föllum nafnorða og samhljóð höfðu víða skolast burt. Þessi stefna var einvöld með norskum mentamönnum, og var P. A. Munch höfuð talsmaður hennar. Það er enginn efi á, að miklu réði um, hvernig Aasen lagði fyrsta grundvöll landsmálsins, að einmitt þau árin, er hann starfaði að því, var hann í Kristjaniu og persónulegup vinur margra mentamanna þar. Hitt gegnir nærri furðu, hve sjálfstæður hann var gagn- vart svo einvaldri stefnu. Skrifaði hann oft gegn öfgum hennar og varaðist þær mikið sjálfur. Þó vildi hann, að landsmálið væri bygt á frumlegustu orðmyndum alþýðumálsins, en vildi hins vegar ógjarna taka upp í það nokkra orðmynd, sem al- dauða var. Með Vinje kemur þegar nokkur stefnubreyting um þetta. Hann var að mestu mjög fráleitur fornaldardýrkun, og því var eðlilegt, að hann risi gegn romantisku stefnunni í mál- fræðinni eins og öðru. Fyrir hann hafði málið ekkert gild* sem forngripur, heldur að eins hæfilegur búningur norskri þjóðarsál, sem ætti að taka breytingum með menningarþroska þjóðarinnar og hlyti að gera það. Hann áleit og fleira þjóð- legt en það, sem gamalt var með þjóðinni. »Þjóðernið«, segir hann, »er Ijósbrjótur með ótal hliðum. Það er ekki sannþjóð- legt, að varna þar nýjum geislum að, heldur að láta þá brotna á sérstakan hátt«. Hann vildi að vísu halda sambandi við for* tíðina, en meir við anda hennar en form. Vinje skeytti eigi heldur um það venjulega, að rita svo hreinnorskt mál sem Aasen. Og honum var það fullljóst. Hann hélt, að þjóðin væri orðin svo vön dönsku ritmáli, að eigi tjáði að rita landsmálið fullhreint alt í einu — þjóðin þyrfti að venjast því smátt og smátt. »Dölen« átti að vera »eit Skuggsjaa av det til Norskhet kjæmpande Liv« (spegill þroskaviðleitni norsks þjóðernis). En þessi stefna ber í sér eigi alllitla hættu til ofmikils undanhalds, og það hefir lands- málsmönnum oft verið borið á brýn í seinni tíð. — En þrátt fyrir alt þetta gat Vinje oft brugðið því fyrir sig, að rita ágaet-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.