Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1923, Blaðsíða 12

Eimreiðin - 01.04.1923, Blaðsíða 12
140 NORSK >]ÓÐERNISBARÁTTA eimreiði^ ustu orðunum. Hugsjón Aasens er djörf, svo djörf, að engin von er til, að nokkur hefði unnist til fylgis við hana, ef hann hefði ekki fórnað henni æfistarfi sínu. En hvað gat hann gert fátækur, umkomulaus og óþektur 22 ára bóndadrengurinn? Hvernig gat hann safnað heilli þjóð um hugsjón, sem var svo stór og erfitt að láta rætast? Vafalaust er, að Aasen hefir ekki í fyrstu þorað að hugsa sér, að hann væri því vaxinn að verða merkisberi þessarar hugsjónar, og enn síður hefir honum verið það ljóst, hvernig hann gæti vaxið til þess. Enda tekur hann nú frekast þá stefnu í mentaviðleitni sinni, er ætla mætti, að ólíklegust vsen til þess. Hann leggur nú mest kappið á grasafræði og rann- sakar jurtalíf heimahaganna af alefli — og stundar þó mál- vísindi jafnframt. En þótt undarlegt megi virðast, er svo að sjá, að einmitt þetta hafi verið rétta leiðin. Með þessu tókst honum að vekja eftirtekt á sér, og þess þurfti hann umfram alt með. Einnig virðast þessar náttúrufræðisiðkanir hafa verið góður skóli fyrir hann. Hann lærði á þeim að safna með at- hygli og nákvæmni. Seinna var hann líka kallaður náttúru- fræðingur málvísindanna. Sumarið 1841 fer hann snögga ferð til Bergen. Honum hafði tekist að draga saman fáeina skildinga, og þeim varði hann til þessarar farar. En hvað vildi hann? Eflaust hefði honum orðið ógreitt um svar, ef hann hefði verið spurður. Það var einhver innri óró sem rak hann að heiman. Hann langaði til að sjá sig um, og svo vildi hann freista gæfunnar og vita, hvort hann gæti ekki komið sér á framfæri. Hann hafði getið sér nokkurn orðstír fyrir kunnáttu í grasafræði, og það gerði hann hugrakkari. Nú hafði hann grasasafn sitt með sér og auk þess málfræði alþýðumálsins á Sunnmæri, er hann hafði samið. Því var líkast sem ferðin hefði verið und- irbúin síðan 1836. Hann var orðinn ágætlega að sér í grasa- fræði, hafði rannsakað mállýsku fylkis síns og lært íslensku, þýsku, ensku, latínu og grísku. En mestu skifti, að hann hafði nú meðvitað mark fyrir augum: að vinna að endurreisn norsks ritmáls, sem bygt væri á alþýðumálinu. Nú varð það ljóst, að áhugi Christie forseta á alþýðumál- inu hafði gripið um sig. Einmitt í Bergen hitti Aasen fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.