Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1923, Blaðsíða 7

Eimreiðin - 01.04.1923, Blaðsíða 7
eimreiðin NORSK ÞJÓÐERNISBARÁTTA 135 L. að hann, snillingurinn og skörungurinn varð ekki metinn eftir þeim mælikvarða, sem þröngsýni danskrar menningar og dansks forms vildi á hann leggja. Og um leið fann hún, að hún átti nokkuð sjálfstætt í andlegu lífi sínu, og það þess T'ert að eiga og varðveita. Og því kemur von bráðar upp sú hugsun — og það í fullri alvöru — að eignast sjálfstætt mál, í>ótt öllum væri það óljóst, á hvern hátt það skyldi reist. Langt var síðan einstakir menn höfðu komið auga á, að ^orska alþýðumálið átti bæði auðlegð og fegurð til í fórum sínum. Þegar 1646 hafði presturinn Christen Jensen safnað 1000 sérnorskum orðum og gefið út. 1749 gaf Erik Pon- toppidan biskup, sem mörgum gömlum mönnum meðal okkar Islendinga er kunnur af barnalærdóminum, út aðra orðabók, td að vekja athygli á norska alþýðumálinu, sem honum þótti alt í senn: fagurt, skýrt og auðugt. 1802 gaf Ðergen-stúdent- lna Laurenz Hallager út þriðju orðabókina yfir norska al- týðumálið, og var hún lang mest og að öllu fullkomnust. ^ðal tilgangurinn með öllum þessum orðabókum var sá, að auðga danska ritmálið með nýjum straum úr lind norska al- býðumálsins. Við það skyldi það vinna í auðgi, skýrleik og frumleik (»Danskhed«), því að norsku alþýðuorðin skyldu út- rýma þýskum og frönskum orðum. Eigi náðu þó þessir orða- Lókahöfundar tilgangi sínum, en stefna þeirra var síðar tekin UPP af Norðmönnum, til að skapa norskt ritmál. Merkastar eru þessar orðabækur auðvitað vegna þess, að þær eru góð heimild í sögu málsins, og þó eigi fullkomin, af því að þær taka að eins upp sérnorsk orð. Þegar Noregur var orðinn sjálfstætt ríki, var eigi nema oðlilegt, að einstaka mönnum dytti í hug, að norska þjóðin ætti að fá sjálfstætt ritmál. Fyrstu mennirnir, er vekja máls á slíku, eru Jacob Aall og Johan Storm Munch. Þeir vildu taka fornnorræn orð upp í dönskuna og gera hana á þann hátt norska smám saman. Auðvitað var þetta ekkert annað en barnaskapur, en hinu verður ekki neitað, að það var öllu drengilegra en hitt, er sumir gerðu þá og síðar, að kalla dönskuna »norsku« og vilja gera hana þannig að þjóðlegu norsku máli. Sá er fyrst virðist hafa gert sér það nokkurnveginn ljóst,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.