Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1923, Blaðsíða 8

Eimreiðin - 01.04.1923, Blaðsíða 8
136 NORSK ÞJÓÐERNISBARÁTTA EIMREIÐW að ætti norska þjóðin að fá sjálfstætt ritmál, yrði að byggja það á alþýðumálinu, var þjóðhetjan frá 1814 Wilhelm Kuren Christie forseti (síðar stiftamtmaður vestan fjalls). Hann var mikill alþýðuvinur og vann að því árum saman að safna al- þýðuorðum vestan fjalls í Noregi. Réttritun þeirra hagaði hann mjög eftir forníslensku (»det Islandske, det er at sige det gamle Norske Maal«). Þetta orðasafn hefir aldrei verið prentað, svo að það hefir ekki haft neitt sérstakt gildi fyrir norska þjóðernisbaráttu beinlínis. En óbeinlínis ruddi það þeim veginn, er á eftir komu. Christie forseti var svo mikils metinn maður, að eigi varð hjá því komist, að áhugi hans á norsku alþýðumáli og trú á norska alþýðu hefði áhrif á aðra, sem honum stóðu nærri. Og það hafði sitt gildi síðar. 1830 kemur alþýðumálið fyrst fram og krefur réttar síns. Sú hreyfing verður samferða bændahreyfingunni, sem fyT hefir verið sagt frá. Þá er pólitíska flugritið fræga, »01a- boka«, ritað að nokkru leyti á alþýðumáli (samtölin), og ein- mitt þetta rit mun hafa átt mestan þátt í, hve mjög bændur fjölmentu til þings 1833. í kosningahríðinni 1832 komu smá- greinar á norsku alþýðumáli í ýmsum norskum blöðum, eink- um »Statsborgeren«, en það blað stóð bændunum næst, og við það var Wergeland mjög riðinn. Þótt þessi ritsmíð Öll bæru ljóst vitni um þroskaleysi málsins sem ritmáls, var þegar farið að tala um »nýtt norskt mál«. Sá, er studdi þessa hreyfingu af mestri festu í upphafi, var ungur og glæsilegur stjórnmálamaður, Jonas Anton Hjelm. Vildi hann gera borga- málið norska, sem raunar var að mestu danskt, að ritmáli- Byrjuðu þá margir á því að taka norsk orð upp í danska ritmálið. Ef til vill hefir þessi málhreyfing engan gripið með meiri hrifningu en sjálfan Henrik Wergeland. Hann tók þeg- ar að yrkja á þessu »nýja máli« og orti jafnvel þjóðvísur a alþýðlegri mállýsku, Valdrismáli, 1832. Og svo hefst fyrsta hríð norska málstríðsins. Mentamenn- irnir — Intelligensen var flokkur þeirra venjulega kallaður hófu þegar gagnáhlaup. Og þeim manni var þar beitt fyrir, er færastur var að leggja til þessara mála, Peter Andreas Munch söguritaranum fræga. Hann ritaði rækilega um þetta mál í »Vidar« 1832 og beitti öllum lærdómi sínum til að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.