Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1923, Page 26

Eimreiðin - 01.04.1923, Page 26
154 NORSK ÞJÓÐERNISBARÁTTA eimreiðiN kemur ný mentahreyfing til Noregs, sem síðar átti það fYrir sér, að styðja mjög að framsókn landsmálsins. Þegar frá upP' hafi var það alþýðleg þjóðernisstefna, er setti mót sitt á lýð- háskólana norsku. En fyrstu lýðháskólarnir urðu þó meir fynr áhrifum þeirrar þjóðernisstefnu, er þeir Knud Knudsen og Ole Vig vöktu, en stefnu Ivar Aasens. Fyrsti lýðháskólinn var beinlínis stofnaður fyrir áhrif frá Ole Vig. En sá maður, er brátt varð áhrifamestur meðal norskra lýðháskólamanna oS mestur var skörungur frumherjanna — Christofer Bruun1) " var þó í raun réttri samherji Aasens og Vinjes, þótt hann tæki aldrei upp landsmálið sjálfur. Slíkt var líka erfitt og jafn- vel óhugsandi fyrir skólamann meðan hreyfingin var svo ung- En í frægasta riti sínu, »Folkelige Grundtanker*, heldur Bruun fram alveg sömu grundvallarstefnu og landsmálsmenn- irnir bygðu á. Þegar svo lýðháskólunum óx styrkur og lands- málinu fylgi, tóku þeir það upp hver af öðrum og börðust fyrir því af alefli. Enginn lýðháskóli í Noregi hefir þó gengið fram með jafnmikilli alvöru i þeirri baráttu og skólinn í Voss, er stofnaður var 1895. En sá skóli hefir orðið vinsælastur og áhrifamestur allra norskra lýðháskóla. En jafnhliða þessu hafði danskan unnið á annarsstaðar. Hún hafði tvö höfuðvígi alþýðumenningarinnar á valdi sínu, barnaskólana og kirkjuna. Því var sjálft alþýðumálið norska í voða. Og glataðist það, stoðaði ekkert, þótt stofnuð vaeru málfélög og komið upp bókmentum á landsmáli. Þetta var landsmálsmönnum líka fullljóst, og þegar þeim vex styrkur, hefja þeir þegar áhlaup á þessa kastala dönskunnar í Noregi- Og eftir það er höfuðorustan um barnaskólann og kirkjuna. Ein af höfuðástæðunum, til að Ivar Aasen hóf landsmálið, var að hann leit svo á, að bókmál og skólamál, er lá alþýðu- málinu norska jafn fjarri og danskan, legði hömlur á alþýðu- menninguna. Sjálfur var hann vaxinn upp með alþýðunni og vissi því vel hvar skórinn krepti. Þessi sama skoðun varð líka almenn með alþýðukennurum um og eftir 1850. A kennara- móti á Toten 1853 er það einhuga álit kennaranna, að óþjóð- leiki ritmálsins standi mjög í vegi alþýðumenningarinnar, og 1) Um Chr. Ðr. var afbragðsgóð grein í Eimreiðinni nýlega.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.