Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1923, Blaðsíða 13

Eimreiðin - 01.04.1923, Blaðsíða 13
EIMREIÐIN NORSK ÞJÓÐERNISBARÁTTA 141 Vmsa menn, sem kunnu að meta rannsókn hans á alþýðu- málinu. Um þessar mundir var hugur mentamannanna líka meir að hneigjast að þjóðlegum og alþýðlegum fræðum en fyr hafði verið. Árið áður (1840) hafði Jörgen Moe gefið út þjóðvísur á alþýðumáli, er vöktu mikla eftirtekt, og fleira ^enti í sömu áttina. Og einmitt málfræðin sunnmærska, en ekki grasafræðin, varð Aasen drýgst. Skoða má það árangur bessarar farar, að á öndverðu ári 1842 samþykti »kgl. Norske ^>denskabers-Selskabet« í Þrándheimi að veita Aasen 150 sPesia styrk árlega í tvö ár, til að rannsaka mállýskur vestan- ^ialls í Noregi. Formaður félagsins, ungur kennari Frederik Moltke Bugge, átti mestan þátt í þessu. Félagið hélt áfram að styrkja Aasen til slíkra ferða 5 ár, og þá hafði hann ^valið lengur eða skemur í flestum aðalbygðum Noregs. Og fcessi ár leifði Aasen ekki af sér. Honum var heldur ekkert annað ljúfara en að fá tækifæri til þessara rannsókna. í dag- h°k hans 1841 stendur: »lntet stemmer overens med min Tilbojelighed uden et eller andet selvstændigt og stort Fore- i^Sende (ekkert er í samræmi við löngun mína og eðli, ann- aó en eitthvert stórt og sjálfstætt verkefni). Og einmitt það hafði hann nú fengið. En þó fór því fjarri, að starfið ætti að öllu leyti vel við hann. Hann var sannur bóndi að eðlis- fari, heimiliselskur og staðbundinn. Honum var það því sár kvöl í hvert sinn, sem hann varð að taka sig upp í nýja ferð. Svo Varð hann alt af að búa við þröngan kost og gera sér alt að góðu. Bæði dagbók hans og kvæði frá þessum árum iýsa því, hversu mikið hann varð í raun og veru að brjóta á *nóti sér í þessum ferðum. En starfið og markið framundan hélt honum uppi. Þegar ferðunum var lokið, tók Aasen að vinna að því af kaPpi að semja málfræði og orðabók yfir norskt alþýðumál. ^eir sem lagt hafa stund á málfræði geta farið nærri um, bvílíkt verk það var, ef vel skyldi leyst. Og Ivar Aasen var ehki slíkur maður, að hann gæti unað nokkrum hálfleik í stÖrfum sínum. Þó fékk hann lokið málfræðinni á einu ári, °9 hún var komin á bókamarkaðinn á öndverðu ári 1848. ^9 tveimur árum síðar var orðabókin fullger og kom út í arslok 1850.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.