Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1923, Side 22

Eimreiðin - 01.04.1923, Side 22
150 NORSK ÞJÓÐERNISBARÁTTA eimreiðin strýkti hann Ueland hlífðarlaust með svipu hæðni sinnar. Ueland hafði gengist fyrir því, að Vinje var vísað frá sem áheyranda á þingmannafundi, og svo þótti honum stefna Uelands »ökonomisk utan Ande«, og þar að auki hálf og rót- laus, meðan hann vildi ekki taka það upp í hana, sem ná- tengdast var norsku þjóðinni af öllu: norska málið. Greinin hét »Ueland og Napoleon«, og líkti Vinje þjóðernis- og þjóð- frelsisstefnu Uelands við þjóðfrelsisstefnu Napóleons III. En Björnson lék hann þó harðara. Þeir Björnson voru gamlir samherjar og vinir. Þegar Vinje hóf »Dölen«, var Björnson mjög nærri því, að ganga yfir í flokk landsmálsmanna, og lof- aði stuðningi við blaðið. En er til kom, þótti honum of langt gengið og hallaðist meir að hinum málstríðsflokknum, er Knud Knudsen var fyrir. Svo kom »Arni« út næsta ár á dansk- norsku. Ðókinni var auðvitað tekið með kostum og kynjum- Þá þoldi Vinje ekki lengur mátið og skrifaði um »Arna« þá skörpustu gagnrýni, sem skrifuð hefir verið á norska tungu. Ritgerðin er napurt háð frá upphafi til enda, og svipar helst til ritgerðar Jónasar Hallgrímssonar um Tístransrímur Sig- urðar Breiðfjörðs. Einkum tók hann mál Björnsons fyrir, enda var þar á stefnuna að ráðast. Honum þótti það ekkert annað en hlægilegur skrípaleikur, að ætla sjer að skapa norskt mál með því, að taka upp í dönskuna norsk orð með dönskum beygingum. Þótti honum það því líkast, sem hlaðið væri mis- litum bótum á slitið fát. — Báðar þessar ritgerðir eru merki- legar í sögu málstríðsins, ritgerðin um Ueland, af því að hún sýnir, að landsmálshreyfingin hefir nú vaxið frá pólitisku bændahreyfingunni, og ritdómurinn um »Arna«, af því að þar berast innlendu málstríðsstefnurnar fyrst á banaspjót. En ein- mitt milli þeirra hefir höfuðbaráttan verið háð á síðustu tímum- I fyrsta tölublaði »Dölens« er afarfallegt smákvæði eftir Vinje, »Tytebæret uppaa tuva voks utav ei lite von«, um berið, sem býður smádrengnum svaladrykkinn af blóði sínu og segir um leið, að þegar hann þroskist, muni hann biðja sömu bæna, því að sterkasta þrá þroskaðs manns sé, að fórna sér fynr land og þjóð. Vinje er þess ekki dulinn, að hann hefir brotið allar brýr að baki sér, og hann er fús að fórna öllu fyrir málefni sitt. Og þó virðist hann hvergi nærri hafa verið jafn-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.