Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1923, Side 33

Eimreiðin - 01.04.1923, Side 33
ElMREIÐIN NORSK ÞJÓÐERNISBARÁTTA 161 Einnig bygði Aasen ritmál sitt alveg á sveitamálinu, af því að hann taldi borgamálið hafa orðið fyrir alt of miklum út- tendum áhrifum til að verða norskt mál. Af þessum ástæðum er eðlilegt, að gömlu andstöðustefnurnar tækju höndum saman. Hins vegar var eigi annað hugsanlegt, þegar til lengdar lét, en að ritmálið yrði fyrir jöfnum og stöðugum áhrifum frá tal- málinu, er stóð því næst, þ. e. norska borgamálinu. En borga- rnálið varð hins vegar fyrir meiri og meiri áhrifum frá sveita- málinu eftir því, sem fólkstraumurinn úr sveitunum til borg- anna og virðing sveitanna fyrir eigin menningu óx. Norsku fithöfundarnir, sem þessari stefnu fylgdu, með Björnson í broddi fylkingar, tóku upp fjölda norskra orða, þótt þeir héldu Hst við dönsk mállög. Og undir danska stakknum sló norskt hjarta með meiri og meiri krafti. Þegar þjóðernisöldurnar risu sem hæst, kringum 1905, fanst þjóðinni ekki lengur vært í bessum stakki, og 1907 kastaði »ríkismálið« (riksmaal), eins °9 borgamálið er venjulega kallað, danska hamnum að miklu leyti með nýrri réttritun og talsverðum brigðum frá danskri málfræði. 1917 var annað stökk tekið í sömu átt og það svo tangt, að óhætt er að segja sögu dönskunnar lokið í Noregi. Ríkismálið hefir nú verið sniðið að mestu leyti eftir norsku borgamáli, og stendur alveg sem sérstakt mál, næstum eins líkt landsmálinu og sænsku sem dönsku. Þetta mál er nú lög- boðið í skólum, sem hafa ríkismál að aðalmáli, en auðvitað halda gamlir rithöfundar, sem vanir eru dönskunni eða gamla ríkismálinu því áfram, að skrifa á því máli, og það hefir líka rnikil ítök í blaðamálinu. Landsmálið hefir einnig tekið miklum breytingum, síðan Ivar Aasen lagði það fyrst fram. Jafnvel Aasen sjálfur breytti tals- vert um stefnu. Þetta er mjög eðlilegt, þar sem um frumsmíð er að ræða, en enn þá eðlilegra er það þó, þegar þess er 9ætt, að í raun réttri voru það tvær og að mörgu gagnstæðar stefnur, er hrundu landsmálinu af stað. Fyrir Aasen var það ' fyrstu aðallega þörfin á ritmáli, sem stæði alþýðunni nær en danskan og væri um leið hentari búningur norskri þjóðarsál. En hins vegar varð hann mjög snortinn af »romantisku« stefn- imni, er þá var ríkjandi í málvísindum. Sú stefna var í því fólgin, að telja málið því betra, er það hélt betur sinni frum- n

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.