Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1923, Qupperneq 36

Eimreiðin - 01.04.1923, Qupperneq 36
164 NORSK ÞJÓÐERNISBARÁTTA eimreiðiN með hverju ári, sem líður, en ríkismálið hefir jafnframt faerst mjög mikið nær því. En aðstaðan hefir breytst eigi alllítið við» að nú er ekki lengur um norskt og danskt mál að berjast, heldur borgamál og sveitamál. Og þá veltur á, hvor sterk- ari er, borgamenningin eða sveitamenningin. ískyggilegast er nú fyrir landsmálið, að sá hluti þjóðarinnar, er býr í sveitun- um, minkar altaf vegna hnignunar landbúnaðarins og vaxandi iðnaðar og siglinga. En varla er hugsanlegt, að norska þjóðm geti unað því til lengdar, að hafa tvö mál, þótt skyld séu. Því eru líkur til, að nú, þegar bæði málin eru orðin innlend, renni þau smátt og smátt saman. Sigurinn verður þá ekki i því fólginn, að annað málið reki hitt úr landi, heldur í hinu, hvort þeirra leggur meira til máls framtíðarinnar. Og þar kemur aftur til greina, hvort meira má sín, það, sem þjóðleð' ast er og heilnorskast í norskri menningu, eða hitt, er meir hefir orðið fyrir erlendum áhrifum. Og þá finst mér engum geta blandast hugur um, hvorri stefnunni hann á að óska meiri sigurs. Okkur íslendingum er þessi þjóðernisbarátta Norðmanna þess verð, að veita henni athygli meir en við höfum gerí- Við höfum sjálfir orðið að berjast talsvert líkri baráttu. Sá er aðal-munur á, að við höfum varðveitt betur forna, andleg3 menningu, og höfum því meir varið þjóðleg menningarverð- mæti, en síður orðið að skapa þau en Norðmenn, eða vinna aftur það, sem við höfum tapað. Barátta Norðmanna ætti að sýna okkur ljóst, hvers virði það er, sem við eigum. Slík bar- átta væri eigi háð fyrir ekkert. Þjóðernismennirnir norsku skoða líka hvern sigur stefnu sinnar áfanga á leið þjóðarinnar heim til sín — þá fyrst finni hún sjálfa sig, sinn eigin aðal, er hún á heilsteypta, þjóðlega menningu. Barátta okkar fyrir íslenskri þjóðmenningu á vafalaust eftir að harðna. Horfur eru á, að landbúnaðurinn hætti að vera aðalatvinnuvegur þjóðarinnar, en við fáum iðnað, og fiskiveiðar, verslun og sigl' ingar aukist. Með breyttum atvinnuháttum hlýtur að verða breyting á andlegri menningu. Og þegar hraði þjóðlífsins hlýtur jafnframt að vaxa, verður að kalla meir fram frumleik þjóðar-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.