Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1923, Blaðsíða 42

Eimreiðin - 01.04.1923, Blaðsíða 42
170 KVÍARNAR Á HÚSAFELLI EIMREIÐIN velt honum upp á stóran stein, er hann stendur hjá. Engan hefi eg séð taka þann stein upp, enda reyna fáir við hann. Steðjasteinn er þar lítið eitt heimar. Hann er við veginn til hægri handar, þegar heim er riðið. Hann er mjög merki- legur fyrir það, að hann hefir verið steðjablökk í smiðju á Reyðarfelli. Fram á síðasta mannsaldur stóð steinninn við hina fornu smiðjutótt, sem þar er á háum hól uppi í hlíðinni. Svo var honum velt þaðan niður að veginum. Þessi steinn er næstum hnöttóttur, úr eygðu grjóti. I hann hefir verið höggvin djúp hola fyrir steðjafótinn. Allir vel knáir menn taka þennan stein á bringu, ef þeir hitta rétt tök á honum. Heima við húsasund eða garð á Húsafelli hefir aldrei þekst Snorratak, Fullsterkur, Hálfsterkur eða Amlóði. Hafa sagnir frá Kuiahellunni breytst þannig í margar myndir. Þau systkini ]akob og Guðný, börn séra Snorra, vissu góð skil á öllu, sem gerðist þar á Húsafelli í tíð föður þeirra. 01 ]akob svo að segja allan sinn aldur þar. Hann vildi sem minst raska við því, sem þar var til minja um föður hans, og var bæði ætt- rækinn og fastheldinn við hið forna. Setti hann fastar skorður þar við, að Kvíahelluna skyldi enginn flytja þaðan burt. Hefir því líka verið rækilega hlýtt af niðjum hans. Þegar ]ón Espólín heimsótti séra Snorra 1799, átti Jakob heima á Búrfelli í Hálsasveit. Þar bjó hann þá. Var hann því ekki sjónarvottur að aflraunum þeirra Espólíns. Guðný var þá heima með föður sínum, og fylgdi honum að kvíunum, þegar Espólín fór að reyna við Kvíahelluna. Frá því sagði hún for- eldrum mínum. Kjartan Gíslason (f. 1818, d. 1900) sagði mér, að Guðný Snorradóttir hefði verið hjá sér húskona eitt ár. Var hann þá á Búrfelli í Hálsasveit. Hann sagðist hafa spurt frá mörgu, er skeði á Húsafelli í æsku hennar, frá föður hennar og hátt- um hans. Kunni Guðný góða grein á öllu, því hún var stál- minnug og greind. Svo sagðist Kjartan hafa spurt hana um komu Espólíns að Húsafelli, um útlit hans og framkomu. og líka frá steintaki hans. Lýsti hún öllu sem nákvæmast. »Hann fór úr frakkanum, hann Espólín, og ætlaði að láta Kvíahell- una upp á stóra steininn, en kom henni .ekki nema á knén, og gerði þó alt hvað hann gat«, sagði Guðný.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.