Eimreiðin - 01.04.1923, Blaðsíða 67
ÉIMREIÐIN
Ummæli Kins góökunna mentafrömuÖs Magnúsar kennaraskólastjóra
Helgasonar um Trúarsögu Sig. P. Siverlsen:
Margvíslegir lærdómar um trúarefni þjóta nú um eyru almennings, og
vekja umhugsun og umtal. Hjá því getur ekki farið, að efasemdir vakni
um ymislegt, sem kent hefur verið og oft meðtekið með lítilli hugsun og
grunnum skilningi. fslendingar eru yfir höfuð að tala svo gerðir, að þeir
vilja vita og skilja, svo í trúarefnum sem öðrum. Nýja testamentið, undir-
staða allra kristinna fræða, er nú að vísu til á hverju heimili að kalla
má, en vafalaust minna lesið en skyldi og það er nokkur vorkunn. Al-
menningi er kunnugt, að allar kirkjudeildir sanna lærdóma sína með
orðum þess, þó að gagnstæðir sjeu, og nú er því iðulega að mönnum
haldið, að vfsindamenn, sjálfir guðfræðingarnir, keppist um að vefenga
það og lítilsvirða. Auk þess getur ekki hjá þv! farið, að Ýmislegt tor-
skilið mæti fljótt huganum ! bók, sem til er orðin fyrir svo mörgum öldum og
hjá svo fjarskyldri þjóð sem Gyðingar eru oss íslendingum, og rituð.
af mörgum höfundum og mjög ólikum Til þess að skilja það, þarf því
þekkingu á siðum, hugsunarhætti, aldarfari, menningarstigi og öllum
ástæðum manna og tíma, er það stafar frá. Alla 6iðustu öld hefur fjöldí
vísindamanna variö æfi sinni og allri elju til að rannsaka þetta efni, og
beitt til þess öllum þeim ráðura, er vísindamenn eiga nú kost á. Hefur
ekkerl svipað kapp verið lagt á rannsókn nokkurrar annarar bókar enda
hiklaust játað að nýja testamentið hafi meiri þýðingu haft fyrir alla
menningarsögu kristinna þjóða heldur en nokkur önnur bók — jafnve!
allar aðrar bækur til samans. Ekki er nú litilsvirðingin á því meiri en
svo. — Með aðbeina rannsókna þessara er bók sú samin, er hjer kemur
nú á boðstóla. Höfundur hennar er gagnkunnugur þeim, en aðalheimild
hans er vitanlega nýja testamentið sjálft. Bókin virðist rituð af hleypi-
dómalausri sannleiksást, og jafnframt einlægri lotningu fyrir efninu, og
bæði ljóst og skipulega varpar hún nýrri birtu yfir hina fyrstu kristni. og
nýja testamentið. Vel veit jeg, að sú birla út af fyrir sig nægir ekki til
þess að lestur nýja testamentisins svali hjartans dýpstu og bndans æðstu
þrá með þeim sannindum, sem smælingjar tíðum finna en vitringum dylj-
ast. Þar þarf annað og meira til. En hún ætti þó að geta stuðlað að því.
Því ljósari sem skilningurinn verður á höfundum nýja testamentisins, því
gagnteknari verður hugurinn af honum, sem er einka meistari og drottinn
þeirra allra saman.
En auk þess hlýtur hver kristinn maður, og mér liggur við að segja
— hver sem vill teljast mentaður maður, að finna þörf og löngun til að
fá sem réttasta hugmynd um aðra eins bók og nýja teslamentið. Þar — og
hvergi annarsstaðar — er að leita fræðslu heyrnarvotta og sjónarvotta um
líf Jesú og lærdóm — og hvað því er kristindómur í raun og veru, það
verður að skera úr um einstaka lærdóma, hvort þeir eru frá Jesú eða
börum, og það verður að vera leiðarvísirinn, þegar velja skal milli Krisls
e®a einhvers annars leiðtoga og athvarfs ! lífi og dauða.
Um þetta efni hefur tilfinnanlega vantað fræðibækur á fslensku. Bók
Þfissi kemur því ! góðar þarfir, og er óskandi, að sem flestir ætlu þess
kost að lesa hana og gerðu það með athygli og alúð. Þykist jeg vita að
ekki einungis prestum og kennurum veröi forvitni á að kynnast efni
hennar, heldur og fjölda annara manna, sem hug hafa á trúmálum.