Eimreiðin - 01.04.1923, Blaðsíða 47
EIMREIÐIN
SAKRAMENT
175
víst fengið á sig flestir, hvort það hefir orðið til að fegra þá
°9 fága læt eg ósagt, veit það ekki.
En veturinn var mér nær óbærilega langur og leiður. Eyrin
var sannarlega engin Sóleyri í veraldlegum skilningi, því há
fjöll voru á flesta vegu. og alla þá sem nokkur sólar von var
úr á þeim tíma árs er eg dvaldi þar. Og í andlegum efnum
fann eg þar lítt til sólaryls. Fjögur hundruð sálir hýrðust þar
í kaupstaðnum, og eini maðurinn sem eg í rauninni kunni vel
við, þrátt fyrir alt, var læknirinn, doktor Andrés Andrésson,.
miðaldra maður, ókvæntur. En hann var, því miður líklega,
ákaflega drykkfeldur, óstöðvandi vínnautnarmaður, blessaður
^arlinn. Fyrri hluta vetrar naut eg oft vel leiðindalækninga
hans, en margan illan morgun átti eg þá, þáð veit hamingjan.
Þess vegna gafst eg fljótt upp við þær leiðindalækningar að
niestu leyti. En doktorsins sáluga minnist eg altaf með hlýjum
huga, eins og allir sem þektu hann.
Mér þótti verulega vænt um þegar séra Pétur, þú kannast
við, séra Pétur í Dal, gamall sveitungi og vinur, þá nýbakaður
prestur, bauð mér að vera hjá sér um jólin. Hvar er annars-
séra Pétur nú, og hvernig líður honum?«
»Séra Pétur er enn í Dal, líður vel og er orðinn alþingis-
maður og prófastur«, sagði eg.
»Ágætt«, sagði Bjarni, og kveikti f nýrri pípu. »]á, séra
Pétur þáverandi prestur og núverandi prófastur og þingmaður
bauð mér að eta með sér jólamatinn og hlusta á helgar tíðir
■ Dal. Þangað var yfir heiði að fara frá Sóleyri. Þá heiði
hafði eg aldrei farið, en sögð var hún af kunnugum auðrötuð
miög og ekki meira en fjögra tíma gangur á milli bæja. Og
bó eitt kot á heiðinni, klukkutíma gang frá bygð Dals-megin.
Alla leið frá Sóleyri að Dal var sagt hæg dagleið gangandi. —
Og á Þorláksmessu, í rökkrinu, var eg svo staddur uppi á
heiði, einsamall og gangandi. Eg hafði hálft um hálft búist
við samfylgd, en það brást. Varð þó til þess að tefja mig
svo, að eg komst ekki af stað fyr en síðar en eg vildi. Veður
hafði verið gott um morguninn, en var hvast uppi og gerði
langt él um hádegið, þó var góð færð. Eg man hversu eg
var orðinn undrandi yfir því, hvað heiðar-ólukkan var löng,.