Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1923, Blaðsíða 9

Eimreiðin - 01.04.1923, Blaðsíða 9
Eimreiðin NORSK ÞJÓÐERNISBARÁTTA 137 sýna fram á, að óráð væri að reyna að gera ritmálið norskt roeð því að, taka upp í það norsk alþýðuorð. Slíkt taldi hann aldrei geta orðið annað en spilta og skrælingjalega dönsku. O9 lítið hélt hann að bætti úr skák, að taka upp norsk tví- hljóð og norskar beygingarendingar, sem að eins væri að finna »hjá lægsta skríl í menningarlausustu héruðunum« (»hos den laveste Pöbel i de mere fordærvede Egne«). Ef norska bjóðin átti að fá nýtt mál, þá taldi Munch ekki annað hlýða en taka upp málfræði og talshætti fornmálsins, og hélt hann, að þá mundi annað lagast þar eftir. En þótt hann vildi álíta, að frumlegt og gott norskt mál, væri því nær aldauða, réð hann þó til þess í lok greinar sinnar, að reyna heldur að taka upp eina af hreinustu alþýðumállýskunum og laga eftir fornmálinu, en að grauta saman dönsku og norsku í allskon- ar mállýskum reglulaust, og ætla sér að fá ritmál á þann hátt. Ef tekin væri upp ein hreinasta mállýskan með réttritun og jafnvel málfræði fornmálsins, hélt hann að gera mætti það að allsherjar talmáli og síðar að algildu ritmáli. — Munch kem- Ur þarna fram með nýja þjóðernislega hugsjón í málstríðinu, er að mörgu var mjög góð og síðar studdi að sköpun sjálf- sfæðs norsks ritmáls. En hann notar hana að eins sem vopn ttóti þeirri málhreyfingu, sem þá var að reyna að brjótast fram. Skoðun hans var sú, að norska þjóðin ætti að gera sig anægða með danska ritmálið, sem hún hafði. Þótt ritgerð Munchs væri rituð af miklum myndugleik og 'ærdómi, nægði hún ekki til að þagga málstríðið niður. Kom nu grein eftir grein um þetta efni í ýmsum norskum blöðum °9 þó einkum »Statsborgeren« og »Morgenbladet«. Sumir v'ldu halda því fram, að það ritmál, sem notað væri í Mor- e9Í, hefði fullan rétt á að heita norskt. Hjelm og Wergeland °9 flokksmenn þeirra börðust fyrir því, að það skyldi verða Uerskt. Aðalritgerð Wergelands um þetta mál kom 1835 í ’nriaritinu »Bondevennen« og heitir hún »Om norsk Sprog- reformation« (um endurreisn norska málsins). Þar leiðir hann rök að því, að norska alþýðumálið hljóti að krefja réttar síns fVr eða síðar og umskapa það ritmál, er þjóðin búi við. Rit- rnálið segir hann að aldrei geti orðið lifandi og þjóðinni full- næ9jandi nema því að eins, að það styðjist við alþýðumálið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.