Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1923, Síða 60

Eimreiðin - 01.04.1923, Síða 60
188 TfMAVÉLlN EIMREIÐIN Þær voru alveg eins og ...sú, sem eg haíði. séð í rústunum áður, og hrökluðust þær fyrir birtunni frá mér. Þær áttu þarna heima, í þessu biksvarta myrkri, að því er mér fanst vera, og augu þeirra voru því orðin ákaflega stór og ljósnæm, á sama hátt og í mörgum djúpvatnsfiskum, og augun köstuðu frá sér ljósinu með sama hætti. Eg var ekki í vafa um,,að þær sáu mig þarna í myrkrinu, og það varð ekki séð, að þeim stæði neinn ótti af mér, nema þá þegar eg kveikti. En í hvert skifti, sem eg kveikti á eldspýtu, hrökluðust þær frá mér inn í dimma ganga og skonsur, og eg sá alstaðar glitta í augun í skugg- unum. Eg reyndi að kalla á þá, en það leit svo út, sem málfæri þeirra væri annað en ofanjarðar-fólksins. Eg varð því að bjarga mér sjálfur, og það var efst í mér, að leggja þegar í stað á flótta, án þess að rannsaka nokkuð. En eg hugsaði með mér sem svo: »Nú ertu út í þetta kominn«, og þreifaði mig áfram inn eftir göngunum. Varð eg þess þá var, að véla- hljóðið varð háværara. Alt í einu hurfu veggirnir, og eg fann, að eg var kominn á vítt svæði. Kveikti eg þá og sá, að eg var í stórri hellishvelfingu, sem náði lengra en ljósið sýndi. Eg gat ekki. skoðað mig um, nema meðan eldspýtan var að brenna. Endurminningarnar um þetta eru hálf óljósar. Eg sá ein- hver vélabákn gnæfa úti í myrkrinu, og Mórlokkarnir þyrptust þangað í skuggana. Loftið þarna inni var ógurlega þykt og fúlt, og mér fanst lyktin líkust eins og á blóðvelli, þar sem verið er að slátra. Nokkuð frá mér var lítið málmborð, og á það sýndist vera framreidd máltíð. Mórlokkarnir átu þó kjöt enn þá! Eg man eftir því, að mér flaug í hug, hvaða skepna væri enn þá til á jörðunni svo stór, að af henni gæti verið limurinn fallegi, sem eg sá. Alt er þetta hálf óljóst í huga mínum: Lyktin, hlutirnir stóru og dularfullu, og þessi ógeðs- tegu kvikindi, sem aistaðar moraði af í skuggunum, og biðu að eins eftir því að ljósið sloknaði, til þess að ráðast að mér á nýjan leik! Svo brann eldspýtan, brendi mig í gómana og datt til jarðar, ofurlítill rauður depill í myrkrinu. (Framh.)

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.