Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1923, Page 23

Eimreiðin - 01.04.1923, Page 23
eimreiðin NORSK ÞJÓÐERNISBARÁTTA 151 viss um framgang þess og Aasen. Honum fanst oft, að tíminn, sem málið hafði verið í niðurníðslu, væri orðinn svo langur, að vandsjeð væri, hvort hægt væri að reisa það við. En þótt vonleysið grúfði oft yfir honum eins og dimt óveðurský, gafst hann aldrei upp. Hann að eins »böygdes til at upp sig retta«. Svo virðist líka, að bak við óróna og kvíðann hafi verið nærri ómeðvitið öryggi um framgang málsins. Það kemur t. d. fram, Þegar Svíi nokkur, Tomander að nafni, spyr hann að því í stúdentaleiðangri til Danmerkur 1862, hvort það sé hann, sem sé að reisa nýtt norskt ritmál. »Nej, förlát«, svarar Vinje á sænsku, »det ár icke alls jag, men det ár historien«. (Nei, fyr- •rgefið, það er alls ekki eg, en það er sagan). Þá finst hon- um ekki, að hann vera einstæðingur, sem er að reyna að berjast móti straumnum, heldur studdur ómótstæðilegum öfl- um, sem hljóta að brjótast fram. Bæði bardagaaðferð Aasens og kjör voru alt önnur. Hanri hafði föst laun til vísindaiðkana, og þurfti því aldrei að kenna á harðleikni tilverustríðsins, eins og Vinje. Hann beitti heldur aldrei eins sárbeittum vopnum í málstríðinu, og vísindamensku hans viðurkendu allir. Hann var alls ekki bardagamaður að eðlisfari. Þó æsti Vinje nokkuð upp í honum bardagalund, og hann studdi »Dölen« trúlega. Napurhæðinn gat hann verið, en eiturörvum beindi hann aldrei að einstökum mönnum. Langmest vann hann í kyrþei og bak við alt vopnabrakið og storminn, sem stóð af málstríðinu. 1864 kom málfræði hans út að nýju, og 1873 orðabókin, og báðar þessar bækur ger- breyttar frá fyrstu útgáfunni. Nú báru þær ekki lengur neinn blæ af grautargerð fjölda mállýska, heldur sýndu þær heil- steypt norskt mál. Nöfnunum hafði líka verið breytt, og nú bétu þær »Norsk Qrammatik« og »Norsk Ordbog«. Á því sést, að landsmálið er þegar orðið djarfara að krefja réttar síns. Þótt Aasen væri nokkru eldri maður en Vinje, lifði hann Þó miklu lengur. Hann andaðist ekki fyr en 23. sept. 1896, °9 var þá 83 ára gamall. Honum varð þeirrar gæfu auðið, auk þess sem hann naut virðingar sem vísindamaður, að sjá stefnu sinni óðum vaxa fylgi. Líklega hefir hann verið farið aö dreyma um sigur hennar innan afarlangs tíma. En þó verður taepast um hann sagt, að hann væri gæfumaður. Hann hafði

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.