Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1923, Page 28

Eimreiðin - 01.04.1923, Page 28
156 NORSK ÞJÓÐERNISBARÁTTA EIMREIÐIN út á við og inn á við, varð að styðjast við sjálfstæða menn- ingu. Um og laust eftir 1880 varð þessi barátta milli kon- ungsvaldsins og sambandsmanna á aðra hlið og sjálfstæðis- manna á hina sérstaklega hörð. Hitann í baráttunni má sjá a því, að kaupmenn í Kristjaníu drógu niður gluggatjöld sín, er Björnson hélt ræðu við styttu Wergelands 17. maí 1881. Sjálf- stæðisflokkurinn, sem þá var í minni hluta, vildi fá meira frelsi fyrir alla norska menningu, og þá um leið norskt mál, en sambandsflokkurinn, sem var sænsklundaður í stjórnrnálum og dansklundaður í menningarstefnum, barðist á móti. Þetta stríð leiddi til þess, að frjálslyndir menn í landinu söfnuðust betur um kröfuna um norskt mál en ella. Þegar sjálfstæðis- menn, með Sverdrup sem forsætisráðherra, tóku við völdum 1884, var það því mikill sigur fyrir landsmálið. Þetta var Öll- um landsmálsmönnum ljóst, og höfðu þeir viðbúnað um ah land að neyta sigursins. Á fjölda funda 1883—’84 bar þjóðin fram kröfuna um, að norskt mál skyldi fá jafnrétti við dönsk- una í skólum, kirkju og við embættisgerð. Einkum komu þessar kröfur fram á kennarafundum. Allra skýrast komu þmr fram á kennaramóti í Sogni haustið 1884, og þegar málið var tekið til umræðu í stórþinginu árið eftir, voru það ályktanir þess fundar, er einkum voru hafðar til uppistöðu. En þó var það stjórn »Det norske Samlagets«, sem lagði málið fram, enda höfðu málfélögin starfað mjög mikið í þessari baráttu, og fra þeim var aldan runnin að mestu. En eins og við mátti búast, fékk málið góðar viðtökur í stórþinginu, og 12. maí 1885 var samþykt með 78 atkv. gegn 31, að landsmálið skyldi fá jafn- rétti við ríkjandi ritmál í skólum og kirkju. Þetta hafði þó ekki skjótar breytingar í för með sér alt i einu. Bæði prestar og aðrir embættismenn börðust eindregið móti því, og barnaskólarnir voru ekki við búnir að taka lands- málið upp með festu og einurð. Til þess höfðu þeir alt of lítí® glöggvað sig á málinu enn þá, og svo vantaði kenslubækur- Fyrsta stafrofskver á landsmáli hafði að vísu verið prentað 1880, og var þá þegar farið að nota það í ýmsum sveitum- En aðrar kenslubækur voru ekki til. Og svo höfðu menn ekki gert sér fullljóst, á hvern hátt jafnrétti dönskunnar og lands-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.