Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1923, Blaðsíða 14

Eimreiðin - 01.04.1923, Blaðsíða 14
142 NORSK ÞjÓÐERNISBARÁTTA eimreiðin Ollum kom saman um, að lúka eindregnu lofsorði á bseði orðabókina og málfræðina. P. A. Munch kallaði bæði ritin »Nationalværk«. Þó hefir málfræðin ef til vill verið enn meira vísindalegt þrekvirki. 011 norska þjóðin skoðaði Aasen, óskóla- genginn bóndasoninn, einn með mestu málfræðingum, er þá lifðu og lifað höfðu. Hvernig verk hans var metið, má sjá af því, að kgl. vísindafélagið í Þrándheimi, sem kostaði útgáfu beggja ritanna, gaf honum alt, er inn kom fyrir málfræðina, jafnframt því sem það hækkaði laun hans, og 1851 samþykti stórþingið að veita honum lífeyri til vísindastarfsemi skilyrðis- laust og án þess, að hann hefði sótt um það. Slíkt hefir eng- inn hlotið í Noregi fyr eða síðar. Einmitt þessi ár, sem Aasen var á rannsóknarferðum sín- um hafði að ýmsu leyti orðið breytingar á andlegu lífi Norð- manna. 011 andleg viðleitni meðal mentamannanna hafði meir og meir horfið inn til þjóðarinnar sjálfrar. Þetta voru bein áhrif frá »romantisku«-stefnunni, sem þá var ráðandi, eigi að eins í skáldskap, heldur einnig í vísindum. Áhugi á sögu hafði mjög vaknað og þó enn meir á gömlum alþýðuljóðum og alþýðusögnum. Þessa stefnu má að nokkru leyti rekja til straumhvarfa þeirra, er Rousseau kom af stað í mentalífi Norðurálfunnar. Fyrst kemur hún ljóst fram á Englandi með Macphersons »The Work of 0ssian« og Perey’s »ReIigues of Ancient English Poetry«. Mestum þroska náði hún þó á Þýskalandi með Herder, og þó einkum bræðrunum Grimm, er gerðu rannsóknir þjóðsagna og alþýðukvæða að sérstakri vísindagrein (um 1812), jafnhliða því, sem þeir voru höfundar samanburðarmálfræðinnar (ásamt Rask) og vöktu áhuga manna á gömlum málum t. d. fornþýsku, norrænu o. s. frv- Romantiska stefnan í skáldskap kom til Noregs með Wel- haven og reyndar hafði Wergeland orðið fyrir áhrifum henn- ar líka. Og í vísindum kemur hún svo rétt á eftir. Það er hún, sem vekur P. A. Munch til köllunar sinnar, sem sagn- ritara norsku þjóðarinnar. Og brátt verður hún einnig til þess, að farið er að leita uppi alþýðukvæði og þjóðsagnir. Voru þar vinirnir ]örgen Moe og P. Chr. Asbjörnsen fremstir. Að- ur hefir verið getið þjóðkvæðasafns Jörgen Moes 1840. Næstu árin þar á eftir komu svo þjóðsögur og æfintýri þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.