Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1923, Blaðsíða 46

Eimreiðin - 01.04.1923, Blaðsíða 46
174 SAKRAMENT eimreiðin ljúgi að ykkur? Eg er einn til frásagnar. Eg hefi líka tekið eftir því stundum síðan eg kom, að menn trúa mér misjafn- lega — þegar eg hefi verið svo barnalegur að segja frá ein- hverju í hóp manna. Þess vegna hætti eg því fljótt. — Þig* Alli, hefi eg gaman að spjalla við, því þú segir mér annað í staðinn, sem mér þykir gaman að. Þótt það sé ekki um morð og manndráp, þorsta og hungur — og þú trúir mér. Þú talar við mig eins og eg væri maður enn þá, en ekki einhver sjald- séður gripur, eða grammófón sem gaman er að draga upp og hlusta á í nokkrar mínútur. Skollinn hafi það alt saman, eg er orðinn þreyttur á því. — Nei, mitt mesta æfintýr var ekki þegar eg var dæmdur til dauða í Mexico, skotinn og jarðaður, og skreið svo ósærður upp úr gröfinni um nóttina. — Þeir grafa hræin grunt þar, og kosta ekki upp á kistur — sem betur fer. — Þú varst að spyrja hvað væri mitt mesta æfintýr? Það var ekki það, og ekki heldur þegar . . . , nei, það gerðist áreiðanlega hér á Islandi áður en eg fór á flakkið. Veturinn sem eg var kennari við unglingaskólann á Sóleyri- A eg nú að segja þér hvað það var?« »Eg var að biðja þig um mesta æfintýrið«, sagði eg. Björn lagði fæturna upp á annan stól, og sneri vanganum að mér, andlitinu frá glugganum. »Eg ætlaði eiginlega ekki að segja neinum frá því atviki — en nú finst mér eg þurfa að segja þér frá því. I rauninni hefir það altaf pínt mig, að hafa aldrei sagt frá því. Það getur verið, að þér finnist það ekkert æfintýr, ekkert nema atvik, sem hvern óráðvandan heimskingja getur hent — en heyra skaltu það nú.« Svo byrjaði hann, og eg hlustaði. »Eins og eg sagði þér áðan, var eg þann vetur kennari við unglingaskólann á Sóleyri og var þar alment titlaður skóla- stjóri. Var í höfðingjatölu þar í þorpinu. Auk mín kendu við skólann einn kvenmaður, fröken María Blöndal hét hún og heitir enn, ef hún er ekki dáin í hárri elli. Reyndar sagðist hún vera um þrítugt, í óspurðum fréttum, og síðan eru, látum okkur nú athuga — tólf ár — en sagan er ekki um Miss Blöndal. Og svo kendi presturinn eitthvað líka. — Unglingarnir voru nálægt tuttugu, og einhvern blæ af mentun hafa þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.