Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1923, Qupperneq 18

Eimreiðin - 01.04.1923, Qupperneq 18
146 NORSK ÞJÓÐERNISBARÁTTA eimreiðin indum gefið henni byr undir vængi. Norðurlandaþjóðirnar höfðu fengið augun opin fyrir frændsemi sinni og sameigin- legum uppruna. Skáldin sáu í hillingum þá tíð, er »voldug Norðurlönd« voru óskift og sterk. Síðan sáu þau, hvernig þessi styrki stofn klofnaði í þrjár greinar og veiktist, og svo var draumsýnin inn í framtíðina, að greinarnar skyldu aftur sveigjast hver að annari og renna saman. Stefnan kom fyrs* upp um 1840, en náði ekki verulega sterkum tökum á hug- um Norðmanna fyr en um 1850, er stríðið stóð yfir milli Danmerkur og hertogadæmanna. Hjálpaði það þá til, að þar voru norskir herforingjar í liði Dana, er gátu sér mikinn orð- stír. Þá náði »Skandinavisminn« svo miklum tökum á hugum sumra, að eigi var örgrant um, að mönnum dytti í hug 1 fullri alvöru, að allar norrænu þjóðirnar þrjár skyldu fá eitt sameiginlegt ritmál. Þjóðernisstefnan meðal norskra menta- manna, sem þeir höfðu að miklu leyti getað samrýmt »Skan- dinavismanum« 1840—50, dró sig í hlé. Og þess vegna voru horfur á í fyrstu, að tillaga Aasens um nýtt norskt ritmál væri hæsti kamburinn á hnígandi öldu. En Aasen var nógu sterkur, til að geta staðið einn. Hann lét ekki hugfallast. (Jm hann hefir verið sagt, að með árinu 1853 verði straumhvörf í lífi hans. Þangað til var hann um- fram alt vísindamaðurinn, sem stöðugt vex að þreki og þekk- ingu. Hann á að vísu langmið framundan með allri vísinda- starfseminni, en það hefir ekki önnur áhrif á hann sem vís- indamann en örfa hann og eggja. Eftir 1853 er hann umfram alt faðir, er helgar barninu alla krafta sína, og þetta barn hans er málið, sem hann hefir reist. Næstu árin eftir 1853 snýr hann sér einkum að því, að leitast við að skapa þjóðinni bókmentir á þessu máli. Hann þýddi á það ýmislegt fyrir leikhúsið í Kristjaníu og sjálfur ritaði hann bæði »1 Marknaden« og »Ervingen« í leikrits- formi. Af þessu var það »Ervingen«, sem fyrst var leikinn á öndverðu ári 1855, sem merkastur er, því að hann varð eftir- lætisbarn norsku þjóðarinnar frekar en nokkurt annað leikrit, þótt margir geri nú fremur lítið úr skáldgildinu. Efnið var tekið beint úr norsku alþýðulífi, og það mátti sín mest um vinsældirnar. Einnig skrifaði Aasen æfintýri, en gildismest eru
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.