Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1923, Page 19

Eimreiðin - 01.04.1923, Page 19
EIMREIÐIN NORSK Þ]ÓÐERNISBARÁTTA 147 ljóðin hans, sem urðu mjög vinsæl með alþýðu. En alt af hélt Aasen áfram vísindastarfsemi sinni, og vorið 1856 kom enn fram nýr ávöxtur hennar, safn norskra málshátta. Það safn var auðvitað á ritmáli Aasens og bókmenfum þess því nýr fengur. 1856 var málstríðið enn vakið upp. Fyrst eru það einkum Sömlu stefnurnar frá 1831—36 og 1852, sem berjast. Sú barátta er svipuð og fyr, en tæpast eins hvöss. Merkast af bví, sem nú kemur fram í þessu stríði, er ritgerð Aasens »Om Dannelsen og Norskheden«, og er hún rituð gegn þeirri skoðun mentamannanna, að allar tilraunir, til að laga ritmálið eftir norsku alþýðumáli, séu menningu þjóðarinnar skaðlegar. Ritgerðin er rólega skrifuð en af afburða festu og skýrleik, °S stundum er ekki laust við, að kenni smáhæðni gagnvart skoðunum mótstöðumannanna, er ekki missir marks. Ritgerðin er skrifuð til að sýna, að danskan sé ekki slíkt menningar- wál, að hámenningin norska geti ekki fengið norskan búning jafn góðan, og svo sé allri alþýðumenningu skaðlegt, að mun- ur talmáls og ritmáls sé svo mikill, sem alt af hljóti að verða, uieðan hún sé einráð í norskum bókmentum. Svo heldur bann fram þeirri skoðun, að sú menning ein sé sönn, sem vaxin er út frá insta eðli þjóðarinnar — alt annað sé að eins á lónni og litur einn. Og hann eggjar alþýðuna gegn útlendu uienningunni og til að halda uppi sinni eigin menningu og •uáli í tali og riti. Og svo þegar hann gefur út þýðingu Frið- tjófssögu á máli sínu haustið 1858, er farið að snúa vopnun- um gegn honum. Nú hefir hann líka fengið ýmsa samherja, sem um munar, t. d. Aasmund Olavson Vinje, sem hefur fyrsta blaðið á ritmáli Aasens, og nú er farið að kalla »landsmálið« (iandsmaal). Og næstu árin er stríðið heitara en nokkru sinni fyr. Aasmund Vinje var líka alt annað en friðsemdarmaður, °2 það er hann, sem mest lætur til sín taka í þessu stríði. Liðsauki sá, sem landsmálið fær um þessar mundir, er að uokkru leyti að þakka nýjum straumhvörfum í norsku þjóðlífi. Eftir 1848 og þá hugsjónaöldu, er fór í kjalfar febrúarbylt- ’ugarinnar, kom andkast með meiri efnishyggju og skilningi á bví, sem hagkvæmt var. Af því leiddi í fyrstu, að margir uientamenn og andlegir forgöngumenn þjóðarinnar mistu mjög

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.