Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1923, Side 35

Eimreiðin - 01.04.1923, Side 35
eimreiðin NORSK ÞJÓÐERNISBARÁTTA 163 lega hreint mál, og þá ritaði hann betur en Aasen, því að °iál hans var auðugra að lífi og litum. Með Vinje koma líka austnorsku mállýskurnar meir til rjettar síns. Aasen hafði reist landsmálið meir eftir vestlenskum mál- lýskum. Hann var vestlenskur að uppruna, hafði rannsakað vestlensku mállýskurnar meira, og þær stóðu yfirleitt nær forn- málinu. En Vinje var af Þelamörk og þekti alþýðumálið eigi mikið annarsstaðar. Þetta var málinu vinningur að því leyti, að annars hefði það tæpast getað hlotið vinsældir austanfjalls, Þelamerkurmálið er líka talið standa flestum öðrum mállýskum framar, af því að það hefir verið ræktað mest með alþýðu- kveðskap og sögum. Þelamörkin reyndist ríkust af því hvoru- tveggju, þegar tekið var að safna slíku. Aasen sjálfur hneigðist eigi alllítið að stefnu Vinjes, að finna landsmálinu almennara og alþýðlegra form. Það var líka mjög > samræmi við skoðanir hans áður en hann varð fyrir áhrif- um mentamannanna í Kristjaníu. Og þegar sól rómantisku stefnunnar í málfræðinni lækkaði á lofti, hölluðust fleiri og fleiri að því að gera málið svo létt og auðvelt sem unt væri. Slíkt fór stundum mjög í öfgar, og olli það Aasen oft eigi alllítils harms. En bestu og áhrifamestu fylgismenn landsmáls- >ns, svo sem Garborg, Blix, Sivle, Eskeland, Hovden, Ross, Torp og Hægstad, hafa þó allir kunnað að sigla þar rétt milli skers og báru, og þeir hafa orðið áhrifamestir. En hinu verður eigi neitað, að á síðustu árum hefir málið mist ýmis- legt af því, er í fyrstu gaf því frumlegan og fastan svip, af því að það reyndist því byrðarauki og þyngdi baráttuna við dönskuna og ríkismálið. Á þann hátt hefir það orðið fyrir áhrifum frá ríkismálinu, og að sumu leyti til nokkurs skaða. En þótt það hafi að sumu leyti orðið að láta undan síga vegna þessarar baráttu, er og víst, að það hefir meira við hana unnið en tapað. Baráttan hefir sýnt, hvað frekast átti að lifa, og hún hefir hjálpað til, að trúlega væri staðið á verði um það, sem best er í landsmálinu, og skerpt um leið norska bjóðernistilfinningu. Enn er eigi unt að sjá til hlítar, hvernig norska málstríðinu muni reiða af. Það eitt má sjá, að landsmálinu vex örar fylgi

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.