Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1923, Blaðsíða 49

Eimreiðin - 01.04.1923, Blaðsíða 49
EIMREIÐIN SAKRAMENT 177 °9 draumi. En það getur vel verið að þú brosir að því síðar, að eg geti ekki sagt þér þannig frá því, að þú skiljir mig, » Eg barði að dyrum í kotinu á heiðinni. Einhver kom hratt fram göngin og opnaði bæjarhurðina. Það var karlmaður, og hélt á kerti, sem slokknaði á um leið og hann opnaði. Nú yar orðið dimt, og tunglið var bak við ský. »Komið þér sælir«, sagði hann og talaði lágt, en hratt. »Guði sé lof, að þér eruð kominn«. Eg átti ekki von á þessari kveðju, og fanst hún auðvitað dálítið brosleg. En flaug í sömu andrá í hug, að eitthvað væri að þarna í kotinu. Eg rétti honum höndína og heilsaði. *Er það ekki séra Pétur«, sagði hann og kom út á hlaðið fd mín, berhöfðaður, með kertisskarið í hendinni. »Nei, nei, gat heldur ekki verið. Nei, hann getur ekki komið fyr um sex-leytið — í fyrsta lagi«. Eg sagði honum hver eg var, og erindið. sEr von á séra Pétri hingað í kvöld«, spurði eg svo. »]á«, sagði hann. Eg sendi eftir honum í dag, til að þjón- ys4a móður mína. — Hún er í dauðanum, — alveg í dauð- anum. — Hún þráir sakramentið. En guð veit, hvort hann kemur nógu fljótt«. Honum var ákaflega mikið niðri fyrir. »En eg læt yður standa hér úti, þreyttan ferðamanninn*, Sa9ði hann, »komið þér inn. Þér bíðið hvort sem er eftir PTesti, og verðið honum samferða heim«. Satt að segja hefði eg nú helst viljað halda ferð minni afram, og eg ympraði á því við bónda. Prestur mundi ríðandi, Sagði eg, en eg væri gangandi, og við gætum því ekki orðið samferða. Og þegar svona illa stæði á hjá honum, þá vildi eg omögulega gera átroðning. »Gerið það fyrir mig, að koma inn«, sagði hann innilega, °9 tók í handlegginn á mér. »Því, sjáið þér til, hvernig ástatt er fyrir mér, eg sendi Guðrúnu eftir prestinum, og þegar svona kemur fyrir, þá er alt svo erfitt, og maður er feginn aö vera ekki aleinn«. »Er enginn heima, nema þér?« spurði eg. »Við erum ekki nema þrjú hér«, sagði hann, »hún móðir mín, ^lessuð, eg og hún Guðrún, vinnukonan. Við erum ekki fleiri«. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.