Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1924, Side 25

Eimreiðin - 01.10.1924, Side 25
Þrjú kvæði. Eftir Jakob Thórarensen. Svefn. Dulrænt afl það er, hið ógurlega, sem að svefn vér nefnum, afl, er aftan hvern öllu lífi þrýstir í algleymi og þögn, Hátt knýr himinveg hremmivængjum örn af móði og megni, en höfga haldinn hann á náttmálum flug til jarðar fellir. Frár er fjörhugur, framgjörn æskan, stæltir vöðvar sterkra, en á eina lund alt má lúta á vegum hins hljóðláta valds. Daprast dagsaugu, drúpa foldir, værð er um dali og voga, maðki og hauki mild og mengi öllu, — móðuratlot moldar.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.